mánudagur, maí 02, 2005

Myndagátur

Fyrir Vöku:

Fyrir Andra:

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært Heiða! Ógeðslega fyndið;)!!
Vá....

Andri Fannar sagði...

Snillingur Heiða

baldur sagði...

Er of langt síðan ég leit við í Odda? Get ekki sagt að ég skilji þetta.

Andri Fannar sagði...

andra hluti

kúkaði
álfurinn
á
cortexinn
þinn
?

Vaka sagði...

Bwahahahah!!!

Borgþór sagði...

http://www.googlefight.com/index.php?lang=en_GB&word1=Nature+&word2=Nurture

Þá er búið að útkljá það mál
haha

Heiða María sagði...

Hahaha

Nafnlaus sagði...

Heyrðu fólk, þar sem ég get ekki sett inn nema komment þá gríp ég hér tækifæri til að koma fyrirspurn á framfæri sem tengist þessari gátu ekki neitt....sorry....hefur einhver hér skoðun á því sem fulltrúi íslenskra kvenna sagði hjá Opruh Winfrey? ætlið þið að horfa á þáttinn til að vita hvað hún sagði þessi elska? hafið þið lesið greinarnar í mogganum um þetta mál? Er þetta eitthvað sem kemur ykkur við eða?

Heiða María sagði...

Ég veit bara eiginlega ekkert hvað hún sagði. Ég er alltaf lokuð niðri í kjallara þessa dagana, í órafjarlægð frá umheiminum, og fylgist ekkert með :-/

Andri Fannar sagði...

Ég veit ekki alveg hvað hún sagði í þessum þætti. Mér skilst þó á skrifum á netinu að þetta hafi fjallað um að íslenskar stelpur væru lauslátar og byrjuðu að stunda kynlíf yngri en gengur og gerist.

En þetta með lauslæti íslenskra kvenþjóðarinnar er orðið ákaflega þreytt og ofmetið. Það má vel vera að það sé e-ð um það að stelpur fari heim með strákum sem þær þekkja ekki neitt, og að e-r stundi þetta kerfisbundið. En ég held að þetta eigi alls ekki við allar stelpur (eða stráka ef því er að skipta). A.m.k eru vinkonur mínar ekki þannig að þær séu að sofa hjá nýjum gaur um hverja helgi (og ég skil ekki að þetta sé e-ð einkenni íslenksra stelpna, hvað með breskar og sænskar stelpur??).

Þessi dæmigerða mynd af íslenskum stelpum - fallegar, úti á djamminu, og fara heim með þér ef þú splæsir leigubílinn og nokkur glös (sérstaklega ef þú talar útlensku) - vera ákaflega þreytt og niðrandi (það er eins og hálf þjóðin séu gangandi sæðisbankar). Það er til fullt af stelpum sem eru klárar, myndarlegar og fara ekki heim með misflottum pappírum um hverja helgi - það er bara ekkert fjallað um þær í fjölmiðlum, enda nennir enginn að heyra um slíkt, nema kannski á Ómega.

Þessi umfjöllun um "klámvæðingu" sem er sögð lýsa öllum Íslendingum yngri en 30 finnst mér enn furðulegri (þ.e að kynlíf okkar sé afbrigðlegt og að allir stundi hópkynlíf öllum stundum). Það má vel vera að þetta eigi við afmarkaðan hóp, en ekki man ég eftir því að það hafi verið margar orgíur í partíum hjá kjallararottunum - hvað þá að manni hafi dottið í hug að biðja stelpur um suma hlutina sem er lýst í þessari umfjöllun, eins og ekkert væri sjálfsagðra mál.

Þannig, jú jú það eru fullt af fallegum stelpum hérna og jú jú þeim finnst gaman að djamma og jú jú það er til fólk sem sýnir mikið af one-night-stand hegðun...en það er seint það eina og merkilegasta við íslenkst kvenfólk. En það hlýtur að vera hægt að fjalla áhugaverðari hluti, eða fólk, sem fellur ekki í heimsmynd fm hnakka (þéééééeeeettur á kaaaaantinum, bling bling)

Slokknun!

Heiða María sagði...

Mér finnst aðallega pirrandi að það sé verið að markaðssetja Ísland sem eitthvað hóruland og nákvæmlega eins og Andri segir að það eina sem íslenskar stelpur hafi til að bera sé að vera sætar...

Heiða María sagði...

Til brunns að bera, átti þetta að vera (hmm, þetta rímaði).

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þessi komment Heiða María og Andri. Ég held ekki að við Svanhildi Hólm sé að sakast í þessu máli, held að einhverjir aðrir standi á bak við þetta mál. Konur og kynlíf hafa lengi verið nýtt í auglýsingum og þetta var í raun ekki öðruvísi, hví skyldi maður ekki nota konur og kynlíf þegar maður er að auglýsa Ísland....hugsar einhver, greinilega. Hvað varðar það hvort islenskar konur hagi sér mikið öðruvísi en kynsystur þeirra í öðrum vesturlöndum og kannski víðar þá held ég að með allri globalization síðasta áratugsins þá sé hegðun kvenna víða mjög lík, tækifærin eru fleiri, konur eru óbundnari eða sjálfstæðari en konur voru yfirleitt áður, fjölbreytileiki alls alltaf sýnilegri og árásir á þeim sem haga sér ekki á þann hátt sem flestum finnst æskilegt ekki eins svæsnar, áberandi og viðurkenndar og áður. Þannig að breiddin í allskyns hegðun og aðstæðum hefur stóraukist, erfiðara því nú en áður að alhæfa um neitt, valmöguleikarnir sem eru aðgengilegir fólki í dag eru svo fjölmargir að erfitt er að vita hvað þessi eða hinn mun velja. Fólk hefur mun meira frelsi til að velja og gerir það og er sjaldnar refsað fyrir valið sitt, það bara rekur sig á í staðinn. Þetta hefur sína kosti og sína galla líka, að sjálfsögðu.

Móðir í Breiðholti með vitið í lagi