laugardagur, maí 14, 2005

"Kaffi"

Ég var mjög syfjuð áðan og ákvað því að hella mér upp á kaffi, svona eins og gengur og gerist. Nú, ég setti vatn í kaffivélina, kaffipoka o.s.frv., fór aðeins á klósettið og ætlaði svo að ná í "kaffið" mitt. Nema hvað að það var ekkert kaffi, bara vatn sem ég hafði látið renna gegnum kaffivélina. Sem sagt, ég var svo þreytt að ég gleymdi að maður á að nota kaffi til að búa til kaffi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sigga mælir með svefni eða spítti