föstudagur, maí 13, 2005

Uppástunga að nýju valnámskeiði

Mér finnst að sálfræðiskor þurfi að fara að huga að meiri tengslum við atvinnulífið og kynna fyrir nemendum hvernig hægt sé að hagnýta sálfræðina. Þess vegna finnst mér að það ætti að bjóða upp á valkúrs sem gæti verið einhvern veginn svona uppbyggður:

-Lesa bók um hagnýtingarmöguleika sálfræði
-Fá sálfræðimenntaða gestafyrirlesara úr atvinnulífinu
-Gera nokkuð stórt lokaverkefni þar sem sálfræðiþekking er hagnýtt, ef til vill í samstarfi við fyrirtæki

Gabríela, þú hlýtur að lesa þetta. Er ekki hægt að koma þessu í kring? Ég veit að það er til svona áfangi í atferlisgreiningu en hvað með hinar undirgreinarnar?

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ótrúlega er ég sammála þessu.. við hljótum að þurfa að sýna fram á notagildi BA námsins í samfélaginu.. ég er sífellt meira að rekast á það að fólk sem er búið með BA í sálfræði og ætlar að vinna í 1-2 ár (ná sér í einhverja reynslu og svona áður en það fer í mastersnám) það fær BA gráðuna sína ekki metna með neinum hætti.. það virðist vera sem það sé ekki eitt einasta starf sem fólk með BA nám í sálfræði telst sérstaklega hæft í.. ég fæ það stundum á tilfinninguna eins og viðhorf gagnvart BA námi í sálfræði sé álíka og að hafa lokið samræmduprófunum.. ég tel brýnt að sína fram á að fólk sem hefur lokið BA námi í sálfræði búi yfir þekkingu sem hægt sé að nýta í samfélaginu!

Nafnlaus sagði...

Já, það eru nú reyndar nokkrar hliðar á þessu máli. Nemendur með BA próf í sálfræði hafa verið sérstaklega eftirsóttir í sum störf, t.d. að vera atferlisþjálfa með börn í grunnskólum sem hafa sérþarfir. Reykjavíkurborg hefur greitt þeim sérstaklega fyrir að vera með BA próf. Þeir hafa líka verið sérlega eftirsóttir í atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu. Svo veit ég ekki betur en að þeir hafi mjúklega rennt in í Barna og unglingageðdeild. En þeir sem ekki hafa áhuga á meðferð heldur tölfræðigreiningu hafa getað fengið störf hjá IMG Gallup, Námsmatsstofnun og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Félagsvísindastofnun og sennilega víðar. Ég skil það mjög vel að nemendur með BA próf vilji fá starf út á þekkingu sína og finnist að þeir hafi nóg í tiltekin störf eða meira en aðrir hafa. Aftur á móti má ekki gleyma að BA nám er AÐEINS grunnnám undir það að geta farið í hagnýtingarnám, t.d. cand.psych. nám eða annað framhaldsnám á sviði sálfræði þar sem fólk er sérstaklega þjálfað til að vera í tilteknu starfi, segjum atferlisgreiningu á tilteknu sviði, segjum vinnusálfræði. Ég skil það líka að nemendur vilji stökkva strax og hafa aðgang að þeim styrkjum sem fólki er gert aðgengilegt aðeins eftir að hafa klárað framhaldsnám....það er bara eðlileg hegðun að reyna að sleppa lokahlekknum því þá kemst maður fyrr að styrkinum en það verður að segjast eins og er að það er algjörlega óæskilegt og mjög óraunhæft. Einu sinni var búið til sérstakt nám sem átti að veita nemendum með BA próf í sálfræði tækifæri til að nýta nám sitt og fara að veita ráðgjöf, þ.e. það var búið til nám í námsráðgjöf. Það var ca. 1986 eða 1987. Það nám er komið í dag á MA-gráðu stigi. Það er nefnilega ekki nóg að gera þetta ódýrt, það er ekki nóg að bjóða upp á eitt námskeið í hagnýtingu til að gera fólk að sérfræðingum. Margir sem ljúka cand.psych. nám hjá okkur hafa þegar planað að fara í doktorsnám því þeim finnst þeim vanta meira. Eftir því sem fólk lærir meira því meira sem það áttar sig á því hvað það veit og kann lítið til að geta tekist á við hagnýtingu. Það er engin ódýr leið út úr, fólk verður bara að fara í framhaldsnám og þjálfa sig þar til að geta tekist á við að leysa praktísk vandamál. Ekki gera eins og sumar stéttir eru farnar að gera, þ.e. fara t.d. á helgarnámskeið um atferlismeðferð við einhverfu og telja sig eftir það vera sérfræðingar á sviðinu, þeim finnst þeir vita svo mikið (!!!!)ekki stefna í að vera "hálfmenntað" fólk, það er hættulegt. En Heiða María, ég verð náttúrulega að spyrja þig, hvaða aðra þekkingu úr sálfræði er nýtanleg en þekking úr atferlisgreiningu? hehehe....og, já, þótt svo að ég lesi þennan póst, hvað heldurðu svo sem að ég geti gert til að koma til móts við ósk þína eða annarra nemenda ef ég skyldi vera sammála einhverju? hehe..Og já, farðu að skrifa ritgerðina þína.

Heiða María sagði...

Hæ. Ég var nú svona kannski meira að hugsa þetta til að kynna fyrir NEMENDUM hvernig hægt sé að nýta sálfræðina. Oft liggur það nefnilega ekki í augum uppi. Það má heldur ekki gleyma því að ef nemendur sjá að hægt er að nýta námið er það HVATI fyrir að fara í meira nám. Annars er bara allt eins víst að þeir skipti um svið (eins og ég mun líklega gera).

Ég er alveg viss um að fullt af fólki hefur áhuga á svona námskeiði og Friðrik sagði sjálfur við mig að ykkur vantaði fleiri valnámskeið. Og Gabríela, auðvitað hefur þú einhver völd til að koma svona í kring, þú ert skorarformaður! Hehehe.

Heiða María sagði...

Ég myndi alveg mæta á þessar málstofur ef þær væru ekki bara um kvíða, þunglyndi, áfengissýki, spilafíkn og annað niðurdrepandi. Það er mjög sjaldan eitthvað í boði fyrir þá sem ekki hafa áhuga á klínu. Fuss! Ég er farin í tölvunarfræði.

Heiða María sagði...

Hvað með eitthvað sem er ekki aðferlismótun? Sorry, en það er ýmislegt annað til líka! Eða hvað, kannski ekki? Eða er atferlismótun það eina hagnýtanlega í sálfræði? Það getur bara vel verið... Crap. Ég segi það og skrifa: Ég er farin í tölvunarfræði.

Nafnlaus sagði...

Ok, þetta er góðar umræður. Þakka fyrrverandi PMS sjúkling fyrir mjög góðar ábendingar og tek fyllilega undir þær. OBM kúrs líst mér mjög vel á, það er að koma að því að sérfræðingur sem ekki er enn grafinn í vinnu gæti hugsanlega boðið upp á slíkan kúrs, en eitthvað bið á því. Verkfræðileg sálfræði gæti ég hugsað mér, heilsuefling á vinnustöðum eða vinnuheilsusálfræði. Slíkt kúrs hefur verið í boði fyrir cand.psych. nema, hvernig væri að biðja Friðrik að tala við kennarana og sjá hvort þær hafa áhuga á BA valkúrs. En Heiða mín, það er misskilningur að halda að skorarformaður hafi vald, það er akkúrat þess vegna sem ég hef forðast þessu starfi svo lengi og nú þegar ég er í starfinu þá er enn ljósara að skorarformaður er BARA þjónn skorar og ekkert annað, ég hef ekki meira vald sem skorarformaður en sem óbreyttur kennari í skor. Þannig virkar háskólinn. Valdið kemur frá hópnum. En svo hafa nemendur þrjá fulltrúa á skorarfundum og það eru þeir sem eiga að koma með tillögur eins og þú ert að leggja til hér, þú átt að sannfæra, eða þið nemendur, þessa fulltrúa ykkar til að ræða slík mál á skorarfundum. Svo mætti auðvitað bjóða upp á skólasálfræði kúrs sem væri ansi hagnýtt og þá ekki eingöngu út frá atferlisgreiningu og ég skal meira að segja hleypa einhverjum öðrum að til að kenna þann kúrs, hehe, en annars er ég með margar hugmyndir út frá eigin áhugamálum á ýmsum sviðum, úm valkúrsa, málið er að ég get ekki bætt á mig kennslu. Eflaust gildir þetta um kollega mína líka. Og ég veit ekki annað en að flestir vinnandi sálfræðingar sem hefðu eitthvað merkilegt fram að færa séu á kafi í vinnu og ég efast um að þeir séu neitt á leiðinni til okkar til að bjóða sig fram til að kenna um hagnýtingu sálfræðinnar á tilteknum vettvangi. En eins og ykkur er nú kannski kunnugt þá eru til þrjár megin hagnýtingasvið sálfræðinnar, þ.e. klínísk-, skóla- og vinnusálfræði. Nýting sálfræðinnar á öðrum sviðum hefur verið ansi tilviljunarkennd, t.d. hafa sumar þjóðir nýtt sér það að hafa símanúmerin með 7 tölum en ekki allar þjóðir. Sumar þjóðir hafa nýtt sér þekking sálfræðinnar í hönnum umferðarmannvirkja, flumumferðarstjórnunarklefa, samskiptum lækna við sína sjúklinga til að hraða fyrir bata, svo eru auðvitað greinar eins og sérkennsla, félagsráðgjöf, talmeinafræði, hjúkrunarfræði, almennir kennarar, o.fl. sem hafa nýtt sér þekkingu sálfræðinnar með misgóðri útkomu allt eftir því hvað þekkingargrunn þeirra hefur verið gott til að byrja með. Ég hef það á tilfinningunni Heiða að þú sért að hugsa um eitthvað mjög sértækt en sért ekki að segja það. Hvað ertu að hugsa stelpa? Hvað hefurðu í huga?

Húsmóðir í seljunum

Heiða María sagði...

Hmm, ég var nú svo sem ekki með neitt sérstakt í huga en út frá mínu áhugasviði hefði ég mestan áhuga á verkfræðilegri sálfræði. Ég þekki það svið samt ekkert sérlega vel, kannski er það algjört ble ble :-D

Samsull sálfræði og tölvunarfræði hefur alltaf heillað mig. Kannski ég drullist í það á endanum.

Nafnlaus sagði...

Það væri frábært svo framarlega sem þú kemur til baka í sálfræðina og hjálpar mér að forrita þannig að ég geti sett upp alminniligar tilraunir á tölvutæku formi....

Heiða María sagði...

Hehe, jamms, það er alltaf gaman að forrita.