þriðjudagur, maí 10, 2005

* * * * * * = :-)

Samúð Vaka systir mín!

Allavega, þá held ég mér aldrei við efnið, svo ég var að enda við að búa mér til stjörnukerfi. Gef mér stjörnu fyrir hverjar 10 mínútur sem ég læri án þess að fara á netið (já, ég er svona mikill netfíkill) og svo fæ ég broskall ef ég fæ allar stjörnurnar í einum klukkutíma.

En nú er ég að skrifa á netið og ef ég hætti ekki eins og skot fæ ég bara svona semiánægðan kall :-|, svo over and out frá Heiðu.

P.S. Ég er komin með legusár, eða þið vitið alveg eins og legusár nema bara á rassinum af of miklum setum.

2 ummæli:

binni-dissociative sagði...

Vá! ég er lika alveg að tapa mér á netinu. Það er ALLT núna athyglisvert! nei nei, Össur er með blogg... en athyglisvert verð nú að kíkj á það!....ég verð nú að kíkja hvort ég sé búin að fá póst... það eru nú alveg tvær mínútur síðan ég athugaði síðast!...... já og ég VERÐ að kíkja á háskóla úti, það liggur nú á því..... óþolandi!!!!! Góð hugmynd með stjörnukerfið... :)

Vaka sagði...

Já Heiða mín ég var að koma úr prófinu núna áðan og ég bjó sko ekki bara til stjörnukerfi, nei, ég fann sko upp nýtt greiningartæki! Svo ætla ég að mæta í bullandi maniu í prófsýningu og halda því fram að þetta sé eina rétta leiðin til að mæla þunglyndi barna og unglinga.

Já og var að muna að ég gleymdi að minnast á þau sem raunverulega eru notuð ansk...

P.S. Andri getur líka vottað um að stjörnukerfi virka bara ekki fyrir alla :o/