miðvikudagur, maí 11, 2005

Hann á afmæl' í dag, hann á afmæl' í dag


...hann á afmæli hann Andri Fannar, hann á afmæl' í dag. *Klapp, klapp, klapp*

Til hamingju með daginn elsku besti vinur minn :-D

4 ummæli:

Borgþór sagði...

Afmæli er ljótt orð, það minnir mann á að maður nálgast ellina og dauðann..
Notaum frekar Fæðingardagshátíð!!

Gleðilega Fæðingardagshátíð Andri!!
Jei skál hik *

* lesist á laugardaginn kl:12:01

Nafnlaus sagði...

Andri, fólk á ekki að kvænast, þá fyrst hafa stjórnvöld leyfi til að ráðskast með eignum manns....fullorðinn á maður ekki að vera því þá missir maður alveg niður þetta barnslega sem er svo mikilvægt að halda í...og hamingjusamur vill maður alls ekki verða því þá fyrst tekur status quo við í lífi manns...þá er ekki eftir neinu að sækja eftir það....Til hamingju með afmælið!

Nafnlaus sagði...

maður verður nú að kasta hamingjuóskum á kallinn víst að ég fékk nú sjálfur kveðju á þriðjudaginn..

veit ekki alveg hvort styrkingarskilmálarnir hafi verið mér í hag því þessi kveðja kemur of seint.. en ég kenni tölfræðinni alfarið um.. vona þó að kveðjan sé innan öryggisbilsins og standist marktekt..

nú veit ég um 4 sálfræðinema sem eiga afmæli 9.,10.,11. og 12. maí.. ég held að við getum því nýtt okkur hugmyndina hans Borgþórs og haldið eina stóra FæðingardagAhátíð!! .. jafnvel á laugardaginn bara.. skál!!

Heiða María sagði...

Ég kemst ekki, buhuhuhuhu :'-(