Það verður nú seint sagt um okkar góðu grein að það séu ekki margir vitleysingar í henni. Því miður! Ég er að lesa bók eftir fínan kall að nafni Daniels... fín bók og allt það en á einum stað er hann að segja frá því þegar kennari bað um hjálp hans með erfiðan nemanda. Daniels er Behavioristi eins og allir alvöru sálfræðingar (einn fyrir þig Gabríela ;p hehe) og þessi kennari var búin að láta einhvern skólasálfræðin, sem fékk örugglega gráðuna sína í cherrios pakka, greina krakkann. Örugglega einhver psýkkódynamiker. Jæja krakkinn átti það til að öskra annað slagið. Bara alveg uppúr þurru. Hver haldi þið að greining skólasálfræðingsins hafi verið!
,,Having a need to scream". Jahá þar hafiði það, þetta var ekki Tourette. Nei ,,having a need to scream". Hvering ætli þessi hálfviti mundi greina OCD sjúkling? ,,having a need to check"??? Álfurinn fer greinilega víða. Ég er að spá í að bjóða honum að vera gestafyrirlesari á næsta fundi akademíska hópsins míns.... hann ætti allavega vel heima þarna...
Kv Binni formaður.
6 ummæli:
Hahahaha, þetta er eiginlega verra en fólkið sem hélt að það væri villt því það hafði virkjað getting-lost-skemað sitt ;-D
Heheheheheheh....vel mælt Vaka
Haha, Skinner er töffari.
..bíddu, bíddu, bíddu við....og tekurðu þetta bara svona úr samhengi? hvað var maðurinn að tala um?
Held það þurfi nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þetta sé tekið úr samhengi. Gerum bara ráð fyrir að fólk þekki semhengið og höfum ekki áhyggjur af þeim sem þekkja það ekki. Þeir væru sennilega vísir til að þræta fyrir að nokkuð væri athugavert við slíkar greiningar hvort eð er. Nennum ekki að tala við svoleiðis pakk.
já, einmitt, hélt þetta væri úr Behaviorism.....hef ekki lesið hana síðan 1984 en þá las ég hana líka þrisvar, merkilegt hvað ömmufrumurnar þekkja þetta.....
Skrifa ummæli