fimmtudagur, maí 26, 2005

Yndislegur dagur

Skilaði ritgerðinni í gær (vei!) og sofnaði svo dauðþreytt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Vaknaði endurnærð klukkan átta í morgun, vafraði aðeins um á netinu og ákvað svo að hitta Guðnýju vinkonu á kaffihúsi. Ætlaði að fara í strætó en var svo heppin að hitta á Magga Blö sem var að sinna erindum í næsta húsi við mig og fékk far. Við fórum á Vegamót í góðu veðri og sátum þar í góðu yfirlæti. Ég fékk mér flott kjúklingasalat og sötraði með eitthvert jömmí hvítvín sem ég ætla að finna við fyrsta tækifæri í ríkinu. Spjölluðum í marga klukkutíma og svo tók við búðarölt þar sem ég keypti mér útskriftarkjólinn. Kvöldinu verður svo eytt með Birni Leví og í nýjum tölvuleik, heheheh.

Sem sagt, ég gerði ekkert merkilegt í dag, og það er alveg æðislegt!

5 ummæli:

Asdis sagði...

Til hamingju með að vera búin að koma ritgerðinni frá þér :) Vúhú!!!

Heiða María sagði...

Takk takk :-)

Nafnlaus sagði...

Til lukku Heiða!!

Lilja sagði...

Innilega til hamingju með ritgerðarskilin, dúllan mín. Við sjáumst vonandi á laugardaginn!

Nafnlaus sagði...

Hvaða hvaða... er ekki nógu merkilegt fyrir þig að hitta vinkonu þína á kaffihúsi??? iss piss :D Þetta var ekkert smá notalegt, þurfum að gera þetta aftur fljótlega ;)