sunnudagur, maí 22, 2005

Arg, ég er brjáluð

Var að lesa grein í viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Fyrirsögnin er "Stefnumót óræðni og agaðs skipulags". Þar er talað um samstarfs verkfræðinga og einhvers guðfræðisálgreinis. Upphafsorð greinarinnar hljóma svona:

"Ímynd verkfræðinnar er rúðustrikað blað, útreikningar og staðlaðir verkferlar. Ekki mikið svigrúm þar. Guðfræði og sálfræði hafa hins vegar á sér stimpil sveigjanleika, óræðni og endalausrar leitar. Vekur ekki tilfinningu um kalt og agað raunsæi."

ARRRRRRRRRRRRRRRRRG!!!!!!! Hvaða djöfulsins della er þetta?!? Á einhver bévítans sálgreinir að representera sálfræðina? Mikið held ég nú að þetta muni bæta ímynd sálfræðinga á meðal verkfræðinga, eða hitt þó heldur. Óræðni? Leit? ANDSTÆÐA VIÐ RAUNSÆI?!?

Mér er skapi næst að skrifa í blöðin. Hver er með í því?

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ, æ. Ætli þetta sé sama persónan og bjó til glærur sem voru skildar eftir í Miðjunni og kennarar í Greiningu og mótun hegðunar fundu? Um var að ræða glærur um vinnusálfræði eða eitthvað í þá átt sem voru notaðar í endurmenntunarnámskeið. Mér skilst að þátttökugjöld í námskeiðinu hafi verið 250 þús. Umsjónarmaður var þessi prestur sálgreinir ásamt verkfræðingur og viðskiptafræðingur en þeir tveir síðarnefndir hafa verið með ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir um langa hríð. Sálfræðin sem var verið að kynnar þarna var einhver skrítin samblanda af existensíalisma og OBM, afar skríngilega framsett. En greinilega eru hagstæðir styrkingarskilmálar sem halda svona hegðun gangandi hjá þessum sálgreinir, hvað ætli kaup hans á tíma hafi verið?

Orri sagði...

Hehe. Ég er sammála Heiðu: AAAARRRGGG!!

Hvaða spekingur er þetta eiginlega? Sálfræði = Óræðni og endalaus leit.....maður fær bara klígjuhroll.

baldur sagði...

Eru vísindi ekki leit samkvæmt skilgreiningu? að hluta til að minnsta kosti. Ég meina, er ekki alveg rétt að tengja sálfræði við leit þótt það sé ekki bundið sérstaklega við sálfræði? Leita eðlisfræðingar ekki líka? Eða er kannski verið að tala um það að sálfræðingar leiti „inn í sér“?

Það trufla mig samt eiginlega meira að prestur skuli fá að gegna þessu starfi. Þetta minnir mig á þegar ég var beðinn um að finna góðan sálfræðing til að tala við. Hjúkkan á deildinni minni spurði hvort ekki kæmi til greina að tala við prest. Það minnir mig aftur á Simpsons atriðið þegar, ég man ekki hver, var í fangelsi og séra Lovejoy kom inn í klefann til að hugga: „There there. There there... “ sagði hann og klappaði fangann á bakið. Með fullri virðingu, en eiga menn ekki að halda sig við það sem menn kunna? Ég hugsa að ef hægt væri að tryggja það væri ímynd sálfræðinnar í meira samræmi við raunveruleikann. Mér dytti ekki í hug að kenna neinum verkfræði eða guðfræði. Af hverju halda menn að prestar geti kennt námskeið í sálfræði? Ég held að þetta sé rót vandans. Er raunhæft að ætla að höggva á þenna hnút?

Heiða María sagði...

Það halda allir að þeir hafi svo mikið vit á sálfræði. Og, já Baldur, ég held að þetta sé svona leit INNI í sér.

Nafnlaus sagði...

Þessi maður er BÆÐI prestur og lærður sálgreinir (psychoanalyst)...og eru ekki sálgreinar "sálfræðingar" skv. alþýðusálfræði, a.m.k.? Held að erfitt sé að höggva á hnút fráfræðis, látum verkin tala, það er best.

Nafnlaus sagði...

Einu sinni festist ég innst í matsal þegar umræddur sálgreinir birtist til að halda fyrirlestur - og Freudaði í minnst 90 mínútur. Skelfileg reynsla.

Heiða María sagði...

Hæ, er þetta Ýmir undrabarn, verkfræðinemi og gamall skólafélagi minn úr MH? ;-) Blessaður, og til hamingju með styrkinn um daginn.

Heiða María sagði...

Eða, hmmm, við nánari umhugsun þá fór hann held ég í tölvunarfræði. En allavega, ég vona að sálgreinirinn hjálpi ykkur öllum að finna sjálfa ykkur og leysa hinar ýmsu duldir ykkar, hehehe ;)

Andri Fannar sagði...

Hann boðar heildræna djúpnálgun í stjórnunarfræðum - enda þörf á.

Hann samþættir pýramídan góða og samvitund Jungs. Þó þetta séu ekki traust vísindi - þá megum við ekki vera svona þröngsýn - enda ekki eins og fólk séu efnisklumpar - eða dýr eins og apar! Og hagnýtt gildi þessara fræða er ótvírætt - hugsið ykkur hvað það er gagnlegt að rýna í öddann á vinnustaðnum, túlka "samvitundina" og dulvituðu spennuna sem endurspeglast í innri upplifununum! Bara ef ég og Kjartan hefðum vitað þetta í lokaverkefninu! Það er alveg ljóst afhverju konurnar sem voru yfir grænmetisdeildunum pöntuðu of mikið af gúrkum! Svo með pýramídann, við hefðum átt að sjá til þess að fólk gæti borðað og skilað af sér - og þá hefðu allir geta verið í bullandi peak experience!

Já, verkfræðingarnir verða alveg óstöðvandi í verkefnastjórnun eftir þetta - Afhverju er hann Jón svona lengi að reikna út rúmmálið á lóninu? Því hann langar að sofa hjá mömmu sinni, látið hann leggja sig í klukkutíma á dag svo hann fái óbeina útrás í draumum. Afhverju er sigga svona lengi að forrita? Því hana langar í typpi, gefðu henni fleiri blýanta. Afhverju er Pétur svona dónalegur við viðskiptavini? Því hann er svo neðarlega í pýramídanum, gefið honum sveskjur.....

Þið eruð bara svo þröngsýn, að þið sjáið ekki hvað þessi heildræna nálgun er góð!

Nafnlaus sagði...

Sæl Heiða. Ég er ekki undrabarn að ég held - hef alla vega aldrei fengið styrk fyrir það... Ástæðan fyrir því að ég slysaðist inn á þessa síðu er að ég er eldri bróðir Vöku.
Alla vega, það sem reyndi að brjótast fram meðan ég hlustaði á sálgreininn var fyrst árásarhneigð, sem breyttist í djúpt vonleysi þegar á leið.

Heiða María sagði...

Þú hefur alla mína samúð, Ýmir ;-)