föstudagur, maí 13, 2005

Sumarheiti

Mér finnst alltaf skemmtilegra að strengja sumarheiti en áramótaheiti því þá stendur skólinn ekki í vegi fyrir að ég standi við þau. Þetta ætla ég að gera í sumar:

1. Fara í a.m.k. eina göngu og skoða fallega staði
2. Læra PHP forritun
3. Finna einhverja skemmtilega líkamsrækt til að stunda
4. Spila fullt af tölvuleikjum
5. Elda góðan og hollan mat
6. Gefa mér meiri tíma með Birni Leví
7. Taka almennilega til heima hjá mér
8. Kaupa ný föt
9. Hafa meira samband við vanræktu vini mína
10. Skemmta mér og hafa það gott

Hvað ætlið þið að gera í sumar?

2 ummæli:

Borgþór sagði...

Telja múkka

Andri Fannar sagði...

nr 6 ... nema ég veit ekki hvernig bjössa kaaalllinum líkar við það.