fimmtudagur, maí 26, 2005

Barnum var það, heillin!

Hroðalegt! Hrikalegt! Ég var á leiðinni heim og var að hoppa á milli útvarpsstöðva þegar ég lenti á Létt FM og þar var Hermundur Rósinkrans "talnaspekingur og miðill" að "lesa tölur" einhverrar stelpu. Vanalega fer allt útvarpsblaður inn um eitt eyrað og út um hitt, en mig langaði til að öskra þegar ég heyrði það sem hann sagði við stelpuna. Hann sagði: "Sjöan (sem stelpan átti að "vera") er þannig að hún trúir sumu sem við hana er sagt en efast um annað." NEI, ER ÞAÐ??? Og stelpan jánkaði honum til samlætis, svona "já, einmitt, ég er algjörlega þannig" Er ekki í lagi með fólk?? Eru til öðruvísi manneskjur? Djísús kræst!!

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Hehe, já Barnum kallinn virkar alltaf.

baldur sagði...

Lilja þú getur bara sjálf verið Barnum.

Það er til fólk sem trúir öllu sem því er sagt.

Og svo er til fólk sem trúir engu. Þeir eru þeirrar skoðunar að skynfærin séu í besta falli óáreiðanleg og að ekki sé einu sinni víst að til sé neinn ytri veruleiki sem yrðingar gætu átt við um og eru því nauðsynlega ósannar. Það væri gaman að hafa upp á þeim öllum (þeir geta nú ekki verið það margir)og bjóða þeim í partý. Það væri gaman að sjá hvort þeir myndu nokkuð tala saman.

"Hvort heldur þú að glasið sé hálf fullt eða hálf tómt"?

"Hvaða glas"?

"Þú segir nokkuð".

Eftir á að hyggja er ekki víst að þeir myndu yfir höfuð koma þar sem heimboðið hlýtur að vera lygi samkvæmt þeirra lífssýn.

Nafnlaus sagði...

hehe Lilja mín þetta var skemmtilegt hjá þér með tilliti til að við lágum og lásum stjörnuspár á netinu í allan gærdag ;) En það er mikill léttir í að vita að 3. vikuna í júní mun líf mitt verða bjartara :)Mundu stjörnuspár vera vinsælar ef þær spáðu bara slysum og óhamingju????
Sigga