laugardagur, janúar 15, 2005

Boð og bönn fyrir matarboðið

Well, krakkar, nú er kominn tími til að leggja ykkur reglurnar fyrir matarboðið, eða "knytkalaset", eins og það hljómar á sænsku. Vantar eiginlega rétt orð fyrir þetta á íslensku, samskotsboð gæti þetta hugsanlega heitið.

1) Til þess að forðast það að það verði of mikill eða of lítill matur er best að miða við að hver einstaklingur eða par komi með jafnmikinn mat og hann/það getur borðað sjálfur/sjálft.

2) Hver einstaklingur/par kemur með það að drekka sem hentar réttinum sínum. Þeir sem ætla ekki að drekka áfengi koma bara með gos eða eitthvað annað sniðugt.

3) Allir stjóta svo saman, allir éta, drekka og gleðjast.

4) Það er ekkert gaman að fara alltaf í bæinn, ég segi heimapartý í þetta skiptið.

Eitthvað fleira?

Engin ummæli: