laugardagur, janúar 15, 2005

kominn á svæðið!

Jæja þé er ég loksins kominn í blogg gírinn. Heiða hleypi mér loksins inná og nú verður ekki aftur snúið. Hér mun ég trylla lýðinn með Cartískri tvíhyggju. Vísa í tíma ,og þá aðallega ótíma, í Guð, engla og helga siði í tengslum við vísindin þegar þeir koma vísindunum ekkert við...... heiða þú verður þá ekki lengur bara trúleysingi heldur líka brjáluð út í mig! (og þá ekki svo góð manneskja? ;p hehe). Næ í rannsóknir úr félagslegu sem benda til jaðarmarktektar á sambandi einhvers sem skiptir engu máli, bendi á réttmæti og áreiðanleika frávarpsprófa og kem með pælingar sem eru svona..... innímér. Því ég er sálfræðinemi sem er svo næmur á svona hluti! Svo þegar allt er komið í óefni tekur binni heimski við og veit ekkert af hveru þið eruð svona brjáluð út í mig því hann lá bara í dvala á meðan binni klári (veit ekki hvort hann verði svo klár lengur) ,,eipaði"( á góðri útlensku frá vestmannaeyjum)!......frábær önn framundan

Og þegar enginn getur stillt sig yfir vitleysunni í mér nota ég bara Sneddann á þetta og segi ,, hvað eru þið að gagnrýna mig eiginlega þegar ég veit ekki sjálfur hvað ég er að segja!" þegiði bara..... ;)
Sjáumst í kvöld ;)

1 ummæli:

Heiða María sagði...

HAHAHAHA!!