fimmtudagur, janúar 13, 2005

Kristni

Ég er ekki kristin manneskja í þeim skilningi að ég trúi því að Jesús sé sonur Guðs. Ég trúi aftur á móti á þá heimspeki og þá siðfræði sem Jesús boðaði. Þegar ég fermdist valdi ég mér vers úr Biblíunni til þess að fara eftir í lífinu. Ég valdi mér gullnu regluna: "Allt það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Pabbi minn sagði alltaf eitthvað á þá leið að það skipti ekki mestu máli að vera trúuð manneskja, heldur að vera góð manneskja. Og það vona ég að allir reyni að vera.

2 ummæli:

Vaka sagði...

Þessi boðskapur skýrir alla vega íslenskar viðreynslur...

Heiða María sagði...

Hahaha, ég var samt lengi að fatta... ;-)