mánudagur, janúar 30, 2006

Huh?

Hér í auglýsingu í DV er að finna beina tilvitnun í mig þar sem ég er látin segja að Ragnarök eftir Þórhall Heimisson sé "ákaflega áhugaverð bók" (skrifað undir: "Heiða María Sigurðardóttir, umsjónarmaður á Vísindavef Háskóla Íslands").

Í fyrsta lagi hef ég aldrei lesið þessa bók, hvað þá tjáð mig um hana opinberlega. Það eina sem ég sagði í líkingu við þetta var í einkatölvupósti til Þórhalls þar sem ég sagðist hafa heyrt áhugavert viðtal við hann (um efni bókarinnar, væntanlega). En komm on, finnst ykkur ekki frekar langt gengið að vera að leggja nafn manns við eitthvað svona í auglýsingu, að mér óspurðri?

föstudagur, janúar 27, 2006

Lordosis á fimmtudaginn

Þá er það ákveðið dömur mínar, Lordosis á fimmtudaginn kl. 21.00. Takið frá kvöldið ;)

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Vinur álfsins er Guðfinna


...fyrir að neita að fara í ljótufatapartýið í þessum fína cheerios-bol sem hjartahreinir vinir hennar gáfu henni. Samt er hún alltaf í honum, ég skil þetta bara ekki!

GRE-prófið ógurlega

Jæja, fór í TOEFL um daginn og er búin að skrá mig í GRE sem haldið verður 11. mars. Er nú pínulítið kvíðin, en þetta hlýtur að verða í lagi :)

Ef einhver vill koma með væri það mjög gaman :) væri alveg til í að hafa study buddy. Þið getið lesið um prófið á Fulbright. Athugið samt að þið þurfið að skrá ykkur mjög fljótlega; Fulbright segir í síðasta lagi á morgun, en GRE-heimasíðan segir fyrir 3. febrúar.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Ljótufatapartý

Jæja, er ekki komið að því að við komum a.m.k. umræðu í gang um hvenær við viljum halda ljótufatapartýið?

Ég er laus allar helgar fram í apríl, svo að það er í rauninni ykkar mál sem eru enn í tímum í háskólanum hvenær við getum hist, þar sem ég býst við að það þurfi að taka tillit til prófa og verkefnaskila. Best væri náttúrulega að halda þetta sem fyrst þar sem verkefnafjöldi á bara eftir að aukast eftir því sem lengra líður á önnina.

Er einhver sem er með laust húsnæði sem rúmar allar rotturnar?

Ég á ennþá lítra af tekíla uppi í skáp og er byrjuð að safna kokteilauppskriftum svo ég geti komið tekílanu út. Endilega segið hvort þið viljið leggja eitthvað til partýsins, svo við getum haft þetta sem skemmtilegast. Að mínu mati þarf það ekki að vera annað en drykkjuleikir.

mánudagur, janúar 23, 2006

Þá er það kunngjört!You scored as Geek.

Geek

63%

Punk/Rebel

44%

Drama nerd

44%

Prep/Jock/Cheerleader

31%

Goth

25%

Loner

19%

Ghetto gangsta

19%

Stoner

13%

What's Your High School Stereotype?
created with QuizFarm.com

Ætli Andri sé pómó í afneitun? Ég er það allavega ekki...You scored as Romanticist. Romanticism encourages society to look backwards to find our solutions. Your rationale is that things were much better a few hundred years ago so we should thus look back to those times and replace them in our modern society. You believe in a simple life and that the complexities of the modern world have turned it upside down.

Romanticist

69%

Existentialist

63%

Cultural Creative

56%

Modernist

56%

Materialist

56%

Postmodernist

44%

Idealist

44%

Fundamentalist

25%

What is Your World View? (updated)
created with QuizFarm.com

föstudagur, janúar 20, 2006

Hvað á að læra?

Ég er eiginlega orðin sammála henni Heiðu 3bestuvínkonuminni um það að ég hef ekki hugmynd um hvert ég vil fara í framhaldsnám. Ég hef gaman af tölfræði og forspárlíkönum, ég hef gaman af frammistöðustjórnun, sumri klassískri sálfræði, hugarheimspeki, sumri félagssálfræði eins og Gilovich eða Kahneman og Tversky. Svona án djóks - afhverju getur ekki verið til eitthvað prógram í flottum skóla með því flottasta úr pm og svo einhverskonar tölfræði og stærðfræði og einhverskonar grunni í frjármálum.

Kannski er það þá bara MA í póstmódernískum kynjafræðum, með hagnýta sálfgreiningu sem "minor"....

Vitið þið eitthvað hvað rotta án cognitive map á að gera?

mánudagur, janúar 16, 2006

Einn fyrir Bogga

Ég er svo glöð í dag :) (passið að hafa hljóðið á).

Framtíðin og framhaldsnám


Nú er ég komin með dálitla hugmynd um hvað mig langar að leggja fyrir mig. Mig langar gjarnan að sérhæfa mig í HCI (human-computer interaction) sem notar skynjunarsálfræði til að hanna viðmót fyrir fatlaða, blinda, sjónskerta o.s.frv.

Dæmi um þetta er viðmót fyrir fingurblindramál (sem er víst mikið notað af daufblindum) sem sést á myndinni.

Always Look on the Bright Side of Life
Your Social Dysfunction:
HappyYou're a happy person - you have a good amount of self-esteem, and are socially healthy. While this isn't a social dysfunction per se, you're definitely not normal. Consider yourself lucky: you walk that fine line between 'normal' and being outright narcissistic. You're rare - which is something else to be happy about.
Take this quiz at QuizGalaxy.com


Please note that we aren't, nor do we claim to be, psychologists. This quiz is for fun and entertainment only. Try not to freak out about your results.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Fyrirheitna landid

Sael verid gott folk og gledilegt nytt ar. Her eru engir islenskir stafir handa mer. Eg se thid hafid margt gott og misjafnt verid ad sysla og eg lika her a Indlandi. Langadi bara ad senda ykkur sma magapinukvedjur fra Puri. A morgun holdum vid eg og sonur asamt ferdafelaga til Delhi i skitinn og drulluna thar. Eg skal segja ykkur vid hofum thad gott a Islandi. En her er heitt og notalegt og allir sukkuladi brunir og eg fae tha medhondlun sem mer saemir og tekst aldrei ad fa heima (einhverra hluta vegna???) sem sagt sem prinsessan sem eg er. Raunar ser madur dollaramerkin i augunum a blessudu folkinu er thad ser vestraent folk ganga um gotur. 'I staerri borgum er thad thannig ad folk kallar, togar, bidur og eltir mann langar leidir mjog einbeitt i ad fa eitthvad.....sem sagt botnlaus athygli. Hvort hun er god skal ekki sagt her. Hef nu alltaf verid svolitid fyrir athygli...en thid?
En her er ekki spaugad med neyd mannanna.
Her i Puri vid austurstrond Indlands akvadum vid ad staldra vid enda thad fallegt sjavarthorp med rolyndisfolki sem vill allt fyrir mann gera. Svona upp og ofan fra Indlandi. Sjaumst i dimma dimma kjallaranum innan skamms...sem nu er ordinn heldur upplystur ad mer skyldist fyrir Voku smekk. Hlakka til ad sja ykkur.
Bless kless.

Takk, takk

Sælar, dúllurnar mínar
Ég vildi bara þakka kærlega fyrir laugardaginn, bæði fyrir gjafirnar og fyrir samveruna. Nú stefnum við bara á ljótufatapartýið, er það ekki?

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ekki líst mér á nýju aðalnámskrá framhaldsskólanna

Kíkið á sálfræði hér: Mér finnst dálítið lýsandi að eitt af markmiðum lífeðlislegrar sálfræði er að nemendur "þekki leiðir til að notfæra sér tilhneigingu okkar til dagdrauma á uppbyggilegan hátt".

Mér finnst þetta ekki alveg eðlilegt og legg til að við ættum að koma athugasemdum okkar á framfæri.

Bjór, bjór, bjór

Hæ hæ
Ég ætlaði bara að minna á 25 ára afmælið mitt á laugardaginn, þ.e. partýið sjálft.

Allir sem vilja koma eru velkomnir (ókeypis bjór í boði) en þeir verða þá að koma sér í samband við kjallararotturnar til að fá nánari staðsetningu og tíma, þar sem ég ætla ekki að auglýsa það á netinu.

Svo munið þið bara það að gjafir eru ekki nauðsynlegar til að komast inn en eru vel þegnar ;)

Sjáumst á laugardaginn
Lilja