fimmtudagur, janúar 26, 2006

Vinur álfsins er Guðfinna


...fyrir að neita að fara í ljótufatapartýið í þessum fína cheerios-bol sem hjartahreinir vinir hennar gáfu henni. Samt er hún alltaf í honum, ég skil þetta bara ekki!

22 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg spurning um að maður láti sjá sig í þessum fagra bol fyrst maður er svona asskoti sætur í honum ;) híhí
p.s þurftuð þið endilega að hafa mynd frá persónuleikunum með neonbleika augnskuggann upp á enni, svona til að gera mann enn meira "huggó"...

Lilja sagði...

Elsku Guðfinna mín, okkur líður öllum best í venjulegu fötunum okkar, enda veit maður ekki alveg hvernig ljótufatapartýið á eftir að ganga (meira að segja ég hugsa til þess með hryllingi að mæta ómáluð í partý). En ég er alveg til að mæta einu sinni í púkalegustu íþróttabuxunum mínum og víðasta bolnum sem ég á ef það þýðir að ég megi hella niður á mig án þess að hafa áhyggjur af dressinu, aldrei þessu vant. Hvað neonbleika augnskuggann varðar þá er hann ekki svo slæmur. Betra hann heldur en glóðarauga á báðum eins og sumir voru með þetta kvöld. ;)

Heiða María sagði...

Íbúðin okkar er ALLT of lítil, mér dettur helst í hug:

1) Lilju
2) Siggu
3) Kjartan

Sigga sagði...

Sko það er alveg skilda að mæta Guðfinna. Við skulum lofa að taka ekki myndir af þér. En ef þú kemur ekki fær þessi mynd að ferðast á alnetinu (ég er ennþá með sal-nem aðgang og Heiða á vísindavefinn!!! hehe)Ég gæti t.d. sent spurningu á Heiðu og spurt hvað er lúði og þá birtist þessi mynd. hehe ég er svoooo fyndin!!!!

Hvað varðar partýhald þá eiginlega nenni ég ekki að hafa hér í Grafarvogi nema múttípútt og Sverrir séu á fjöllum og ég veit ekki hvenær það verður (en annars væri það cool staðsetning, svona sveitó...). Heldur ekki hægt að pína Gessa um helgina.
Hvað Kjartan varðar þá er ég sko alveg til í að smella mér til Chile :) Hvenær kemur hann samt heim????? Alveg kominn tími á það!!!!
En hvað með Gróu, var ekki einhverntíman búið að ræða að hafa það þar???

Nafnlaus sagði...

Ef þetta er laugardagskvöldið eftir viku þá er ég bókuð..er að fara í bústað..so sorry darlings en veit að þið munuð skemmta ykkur vel án mín..En hver veit, kannski læt ég sjá mig í þessum fagra bol við annað tækifæri, t.d í næsta ljótufatapartýi eða ef kvikvnar í húsinu mínu og það eina sem bjargast er þessi bolur ;)

Heiða María sagði...

Líst vel á það Helga. Ekki eins og planið sé að fara snemma niður í bæ... Eigum við þá að negla það niður? Laugardagurinn í næstu viku heima hjá Helgu?

Lilja sagði...

Ég er til í það!! Vííí, ljótufatapartý!

Sigga sagði...

En hvernig hljómar föstudagur???? :)

Heiða María sagði...

Alveg eins Sigga

Heiða María sagði...

Hvað með föstudaginn í þarnæstu þá?

Borgþór sagði...

föstud. 10 feb er árshátíð animu ef einhver ætlaði sér á það..

Borgþór sagði...

og jú Gróu langaði að halda partý fyrir rotturnar og langaði að fara hitta gamla gengið..

Sigga sagði...

ég ætla ekki á árshátíð, er ekki í animu. Þannig að 10.feb er fine by me, eða 11.feb.
En ég eiginlega verð að beila á laugardeginum núna. Þurfið samt ekki að fresta mín vegna ef allir eru hressir þá.

Heiða María sagði...

Laugardagurinn 11. er helst til slæmur fyrir mig, en kannski kemst ég samt ef allir vilja þann dag.

baldur sagði...

hvað segiði um 12 júní?

Lilja sagði...

Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við þurftum að byrja að tala um partýið. Mér líst langbest á föstudaginn 10. feb. Á maður ekki bara að vera snobb og sleppa því að mæta á árshátíð? Er hún ekki bara ávísun á vesen hvort sem er ;o)

Borgþór sagði...

ég nenni ekki á árshátíð sko.. verð trúlega mjög þunnur eftir langt partýstand þann 9 feb.. og held að fín föt og dinner sé ekki málið í því ástandi.. svo ég segi bara afram 10 feb

Heiða María sagði...

10. feb er fínt, höldum okkur bara við það.

En þurfa endilega bara kjallararottur að koma? Ég var að spá í hvort ég mætti ekki taka Olgu vinkonu mína með mér. Eða haldiði að hún passi ekkert inn í kannski?

Heiða María sagði...

Ég legg síðan til að þetta verði gert að allsherjar asnaleikapartýi. Asnaleg föt, asnalegir drykkir, asnalegir leikir, asnaleg tónlist :D :D :D

Lilja sagði...

Ég er til í asnaleikapartý dauðans! Er það ekki tilgangurinn hvort sem er? Ég er alveg fylgjandi utanaðkomandi fólki, svo lengi sem það er tilbúið til þess að klæða sig í fáránlegasta klæðnaðinn sem það á!

Borgþór sagði...

Asnaleikarnir 2006

úúú

Sigga sagði...

Heiða finnst þér fallegt að gefa í skyn að Olga sé perfect í ljótufatapartý??? Jú ég held hún passi mjöög vel inní!! hehehe
Ég tek frá 10.febrúar :) Lýst vel á þetta asnaleika þema ;)