miðvikudagur, janúar 04, 2006

Ekki líst mér á nýju aðalnámskrá framhaldsskólanna

Kíkið á sálfræði hér: Mér finnst dálítið lýsandi að eitt af markmiðum lífeðlislegrar sálfræði er að nemendur "þekki leiðir til að notfæra sér tilhneigingu okkar til dagdrauma á uppbyggilegan hátt".

Mér finnst þetta ekki alveg eðlilegt og legg til að við ættum að koma athugasemdum okkar á framfæri.

5 ummæli:

Andri Fannar sagði...

það er nú töluvert verra að það sé markmið almennrar sálfræði að nemendur efli sjálfstraust sitt og skilning á öðrum - hvernig er hægt að efla ranghugmyndir um fræðilega sálfræði meira en það? Er vinur okkar í uppeldisfræði farin að ráða sálfræði á framhaldsskólastigi?

baldur sagði...

Ég er ekki alveg viss um að ég skilji hvað þeir eiga við með að notfæra sér dagdrauma á uppbyggilegan hátt. það væri eflaust hægt að gefa okkur einhverja skkynsamlega útskýringu á þessu þótt orðalagið sé villandi. Nema náttúrulega þetta sé þvættingur eins og þú hefur áhyggjur af.

Ég skil samt eiginlega enn síður hvernig þú nennir að hafa þessar áhyggjur. Ég fyrir mitt leiti las ekki þessa kennsluskrá þegar ég skráði mig í þessa kúrsa. Gerðuð þið það?

baldur sagði...

ég virðist hafa hlaupið á mig. Þú ert að tala um framhaldsskólana. En þú ert ekki lengur að kenna þetta þannig að ég skil samt ekki áhyggjurnar. Þetta er miklu frekar vandi kennara sem vita betur að þurfa að sveigja þetta einhvern veginn. Ég á allavega bágt með að ímynda mér kennara sem tekur sig alvarlega í þessu að ætla að fara að kenna einhverjar aðferðir í hagnýtum dagdraumum.

Sér áfangi í því væri kannski áhugavert innlegg. Held ég sé búinn að ákveða karríer. Andri, þú hjálpar mér að skrifa bókina. Undirtitill bókarinnar gæti verið eitthvað um hvernig nota megi dagdrauma til að efla sjálfstraustið.

Heiða María sagði...

Þetta eru drög að aðalnámskrá sem kennurum verður svo skylt að kenna eftir.

baldur sagði...

Nú veit ég ekki alveg hvort einhverjar kenningar eru til um það hvernig megi nýta sér dagdrauma sína, En ef þær eru til hlýtur að vera hægt að fara í gegnum þær kenningar, kennt þær og prófað úr þeim með það að markmiði að kenna krökkunum hvílik della þær eru (ef þær eru í raun della, ég hef ekki kynnt mér slíkar kenningar og vil ekki vera með fordóma, mér virðist það samt líklegt). Það væri í sjálfu sér ekkert nema ágætis inngangur að gagnrýnni hugsun sem augljóslega er veruleg þörf á.

Þeir sem myndi kenna þetta og vera rosa jákvæðir í garð slíkra fræða mundu valda skaða í bekknum sama hvað stendur í námsskránni. Vegna þess að þeir eru... Miklu meiri ástæði til að hafa áhyggjur af því.