mánudagur, janúar 30, 2006

Huh?

Hér í auglýsingu í DV er að finna beina tilvitnun í mig þar sem ég er látin segja að Ragnarök eftir Þórhall Heimisson sé "ákaflega áhugaverð bók" (skrifað undir: "Heiða María Sigurðardóttir, umsjónarmaður á Vísindavef Háskóla Íslands").

Í fyrsta lagi hef ég aldrei lesið þessa bók, hvað þá tjáð mig um hana opinberlega. Það eina sem ég sagði í líkingu við þetta var í einkatölvupósti til Þórhalls þar sem ég sagðist hafa heyrt áhugavert viðtal við hann (um efni bókarinnar, væntanlega). En komm on, finnst ykkur ekki frekar langt gengið að vera að leggja nafn manns við eitthvað svona í auglýsingu, að mér óspurðri?

13 ummæli:

Borgþór sagði...

Soldið spes...

jhaukur (kjwise) sagði...

Þetta eru fyrstu skrefin í átt að heimsfrægð!

En já, vá hvað þetta er sérstakt.

Lilja sagði...

Má þetta yfirleitt? Mér finnst þetta frekar dónalegt, en við vissum nú öll (vonandi) að DV er, var og verður alltaf mjög spes blað!

Heiða María sagði...

Þetta er náttúrulega ekkert DV að kenna, heldur höfundi eða útgefanda.

Gunni sagði...

Áður en þú veist af veður komið svona "Heiðu Maríu" Grill, sem vær allir fitu úr matnum

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara að þykjast vera reið til að koma þessu á framfæri. :)

HDJ

Andri Fannar sagði...

Sammála litla patanum - þú ert mjög ánægð með þetta. Þú ert að verða celeb og ferð bráðum að mæla með allskonar vörum fyrir fullt af peningum.

Heiða María sagði...

Hehe, já, ég er orðin fræg, Vúhú! En án gríns þá er gaman að ég sé orðin að einhverju kennivaldi :-) en þetta eru samt furðuleg vinnubrögð.

baldur sagði...

Ég myndi nú ekki segja að þú sem persóna værir orðin kennivald. Hef allavega aldrei heyrt á þig minnst áður utan okkar félagahóps og þar í kring. Vísindavefurinn er hins vegar kennivald. Þú ert hins vegar ekki svo ég viti til fengin til að skrifa þar um bókmenntir eða sagnfræði þannig að ég myndi hafa áhyggjur af þessu ef ég væri þú. Ef svona atvik endurtaka sig of oft gæti það dregið úr þínum trúverðugleika sem fræðimanni. Þú villt ekki koma fyrir sem fræðimaður sem þekkir ekki takmörk sín. (Ég veit að þú þekki þau, ekki það sem ég er að segja).

Heiða María sagði...

Já, Baldur, ég veit að ég er ekki kennivald... Vonandi fattaðirðu að ég var að tala mátulega alvarlega. En ég er sammála, mér finnst ekki í lagi að gera svona.

Andri Fannar sagði...

Þú SEM persóna?
Baldur?

En upplifir hún sig sem persónua?

baldur sagði...

Nei, hún upplifir sig sem kennivald.

Heiða María sagði...

Æi þegiði báðir tveir... :-Þ