miðvikudagur, janúar 25, 2006

Ljótufatapartý

Jæja, er ekki komið að því að við komum a.m.k. umræðu í gang um hvenær við viljum halda ljótufatapartýið?

Ég er laus allar helgar fram í apríl, svo að það er í rauninni ykkar mál sem eru enn í tímum í háskólanum hvenær við getum hist, þar sem ég býst við að það þurfi að taka tillit til prófa og verkefnaskila. Best væri náttúrulega að halda þetta sem fyrst þar sem verkefnafjöldi á bara eftir að aukast eftir því sem lengra líður á önnina.

Er einhver sem er með laust húsnæði sem rúmar allar rotturnar?

Ég á ennþá lítra af tekíla uppi í skáp og er byrjuð að safna kokteilauppskriftum svo ég geti komið tekílanu út. Endilega segið hvort þið viljið leggja eitthvað til partýsins, svo við getum haft þetta sem skemmtilegast. Að mínu mati þarf það ekki að vera annað en drykkjuleikir.

12 ummæli:

Heiða María sagði...

Og verðlaun fyrir ljótustu fötin! :) Ég kemst annars flestar helgar.

Guðfinna Alda sagði...

Nokkuð ljóst í hvaða bol ég verð ef ég mæti í þetta partý!!!!

Heiða María sagði...

Nákvæmlega!!!

Borgþór sagði...

Ég er laus alla laugardaga .. nánast.. held ég.. stundum haha :)
En hvað með á laugardaginn? er það of stuttur fyrirvari?

Ég á fullt af ljótum fötum.. enda er ég dreifari frá Eyjum ;)

Heiða María sagði...

Ég væri alveg til í að slappa aðeins af í djamminu, en hvernig væri helgin eftir þessa helgi? Og þá á t.d. laugardeginum?

Helga sagði...

Ég held það sé kominn tími til að halda þetta partý:) ég kemst ekki núna um helgina en er laus helgina þar eftir...

Lilja sagði...

Mér líst vel á helgina eftir þessa helgi. Er einhver með laust húsnæði?

Sigga sagði...

Já ég er alveg til í fyrstu helgina í febrúar fyrir ljótufatapartý, er alveg nokkuð viss um að hægt sé að grafa eitthvað upp af ljótum fötum á mínu heimili ;)
en hvernig er það líka skvísur átti ég ekki að halda næsta lordosis??? Á ég að halda á fimmtudaginn næsta???

Heiða María sagði...

Ég veit ekki að hverjum er komið í Lordosis en mér líst vel á planið þitt Sigga

Guðfinna alda sagði...

Gott plan með Lordosis..Svo skal ég sjá um tad í næsta mánuði :)´
Ég held ég komi ekki í ljótufata-partýið, en cherrios bolurinn er laus til útláns ef einhver hefur áhuga ;) híhí

Heiða María sagði...

Guðfinna! Það er næstum pointið með ljótufatapartýinu að sjá þig í Seríósbolnum!

Lilja sagði...

Já, þú skorast ekki undan, Guðfinna, án þess að hafa VIRKILEGA góða ástæðu! Verkefnaskil eru ekki góð ástæða!