fimmtudagur, mars 29, 2007

Seinni tónleikarnir

Minni á að seinni Ljóslifandi tónleikarnir eru í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík og byrja þeir kl:20:00. Þar spila Múm, Pétur Ben og Ólög Ragnars.
Miðaverð er 1200 krónur

Sjá auglýsingu hér

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ze Frank

Hafið þið heyrt um hann? Maðurinn er einhvers konar latent snillingur, kann ekki að skilgreina það nánar. Sjáið þið bara sjóvið:

the show with zefrank

the show with zefrank

Meira á ZeFrank.com.

mánudagur, mars 26, 2007

Tilvitnun dagsins

My name is Inigo Montoya. You killed my father. Prepare to die!
Úr The Princess Bride.

föstudagur, mars 23, 2007

Rúnk

Þakka Jöru fyrir að benda á þetta...

Enn og aftur um fréttaflutning Moggans

Á mbl.is í dag má sjá þessa frétt um áhrif kaffineyslu á blóðþrýsting:
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1260560
Þarna segir að ný rannsókn bendi til að koffínneysla auki ekki blóðþrýsting hjá hraustu fólki. Þar sem prófessor deildarinnar hér er mikill kaffirannsóknarmaður vakti þetta áhuga minn og ég fann abstraktinn af þessari grein í The American Journal of Clinical Nutrition hér:
http://www.ajcn.org/cgi/content/abstract/85/3/718

Áður en ég fer að röfla vill ég benda á að fréttamaður Moggans segir að rannsóknin „bendi til" og forðast staðhæfingar um algild sannindi sem er gott og virðist vera breyting frá því sem áður var. Einnig segir að höfundar rannsóknarinnar hafi tekið fram að „áhrifin hafi verið lítil". Veit ekki hvað er átt við þessu, hvort þetta sé yfir höfuð lítil áhrif eða hvort að þetta sé tölfræðilega marklaust. Þetta gæti verið einhver villa úr norskri þýðingu.

Endilega leiðréttið mig ef ég tók vitlaust eftir, en mér sýnist sem þessi rannsókn sé algerlega bandspólandihandónýt ef litið er til aðferðafræðinnar rétt eins og flestar kaffi/koffín greinar og rannsóknir sem við sjáum. Þeir taka grunnlínu sem er gott og gilt en venja fólk aldrei af kaffinu áður en þeir mæla :„Nú er mál að mæla".
Þetta er álíka aðferðafræði eins og að vera með hóp af kókaínfíklum, mæla líðan þeirra, taka svo af þeim kókaínið og sjá hvað þeim líður illa, láta þá aftur fá kókaín og segja: „Vá, kókaín er hollt!!" En þetta er víst viðvarandi vandi í koffínrannsóknum, flestar eru fjármagnaðar af Nestlé eða álíka koffínrisum og þá vill stundum rétt aðferðafræði gleymast.

Kannski hefði ég átt að setja þetta inn á res extensa, en ég man ekki lykilorðið mitt og get ekki sett þetta þar.

mánudagur, mars 19, 2007

Topp 3 tónlistarmyndir


  1. Almost Famous: Þegar ég sé þessa mynd langar mig að a) vera í hljómsveit og b) hafa verið uppi á mitt besta á 8. áratugnum.
  2. High Fidelity: Myndin er góð, bókin er jafnvel betri. Bókin skal lesin með klassískt rokk í bakgrunni, algjört möst. Bresk kaldhæðni í hæsta gæðaflokki.
  3. School of Rock: Pjúra feel-good mynd. Manni líður vel INNI Í SÉR eftir að hafa horft á þessa mynd. Jack Black fer á kostum.

Ef þið hafið aðra skoðun eða finnst ég vera að gleyma einhverju, endilega látið vita.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Boðspenna

Afar skemmtilegt myndband um boðspennuHey svo var ég að spá í að halda upp á sameiginlegt afmælið mitt og Skinners á laugardaginn næsta með smá teiti hérna heima á görðunum! það væri gaman að fá rottur í það partý! svo ykkur er formlega boðið!

Heyrðu já mæting bara upp úr átta eða níuleytið... og það væri ljúft ef fólk myndi kannski staðfesta komu sína hérna í kommentinu.