þriðjudagur, mars 13, 2007

Boðspenna

Afar skemmtilegt myndband um boðspennuHey svo var ég að spá í að halda upp á sameiginlegt afmælið mitt og Skinners á laugardaginn næsta með smá teiti hérna heima á görðunum! það væri gaman að fá rottur í það partý! svo ykkur er formlega boðið!

Heyrðu já mæting bara upp úr átta eða níuleytið... og það væri ljúft ef fólk myndi kannski staðfesta komu sína hérna í kommentinu.

2 ummæli:

baldur sagði...

Þetta var nú allt voða skrítið. Svona eins og íslenski dansflokkurinn ætlaði að reyna að útskýra þess ferli öll. Held það sé engin tilviljun að hann fáist ekki við slíkt. Ég sá þetta samt ekki með hljóði þannig að kannski ætti ég að skoða það þannig áður en ég dæmi þetta endanlega.

Annars minnir mig endilega að Heiða hafi sagt frá því að hún hafi eitthvað farið með nemendur sína í svona leiki þegar hún var að kenna í MH. Var það eitthvað svipað þessu heiða?

Og já, ég tek laugardaginn frá. Sjáumst.

Helga sagði...

Ég mæti líka á laugardaginn:)