mánudagur, ágúst 14, 2006

Frjáls úr viðjum samkynhneigðar

Það er ótrúlegt að á þeim tímum sem við lifum í dag að við skulum sjá ennþá svona fáfræði á heilsíðuauglýsingu frá fjölmennum trúfélögum

Inn á þessari síðu er maður að nafni Jón Valur að rita pælingar varðandi það að hjálpa samkynhneigðu fólki að losna við þessa böl að vera samkynhneigð!

Þar eru þau auðvitað að slá um sig með stórum orðum eins og Gender Identity Disorder og vísa í hina og þessar heimasíður sér til stuðnings.. þetta er fáránleg umræða sérstaklega þar sem að í næstu málsgrein fara menn að ræða syndarflóðið og aðra óstaðfestar sögusagnir úr biblíunni...

Ég viðurkenni að ég lít á samkynhneigð stundum hornauga, aðallega vegna þess hver mikla sýniþörf sumir aðilar hafa.. en þá verður maður líka að hugsa til þess að þetta er lítill hópur fólks og enn minni hópur sem hefur þessa gríðarlegu þörf til að vera sýna það og sanna yfir heiminum að hann eða hún sé samkynhneigð.
En það sem aðallega skiptir máli er að ég trúi því að fólk hafi þann rétt að elska þann sem það vill og fólk þarf opinn huga á þeim tímum sem við lifum í dag, það þýðir ekkert að vera í moldarkofunum og fussa og sveia yfir þeim sem eitthvað öðruvísi eru... Þess vegna í þeirri baráttu sem samtök samkynhneigðra eru í ættu þau að breyta nafninu úr örðuvísi daga í venjulega daga.. er það ekki í raun svo baráttan? að samkynhneigðir verði samþykktir sem eðlilegt fólk í samfélaginu? en ekki eitthvað öðruvísi?

Jæja.. kominn út fyrir efnið sem var um þessa auglýsingu og síðuna sem ég bennti á.. hvað finnst ykkur annars um þetta?

6 ummæli:

Sigga sagði...

Ég vil benda þér á greinaheftið úr Aðferðum í hagnýtri atferlisgreiningu, en þar er áhugaverð rannsókn þar sem menn voru afhommaðir!! Atferlisfræðin getur allt!! hehehe
En atferlisfræðingum til málsbóta er þetta soldið gömul rannsókn, samkynhneigð pottþétt verið ennþá nní DSM.
En nú er ég ekki mikil kirkjukona þó ég mundi alveg kalla mig trúaða. En ég skil það þannig að umburðarlyndi og náungakærleikur sé málið í kristinni trú (og reyndar flestum öðrum). Skil ekki að fólk nenni að bögga sig yfir því þó sumir vilji faðma einhvern af sama kyni og sérstaklega ekki fólk sem segist lifa eftir biblíunni en velur samt bara úr nokkra góða frasa í staðinn fyrir inntakið!!! Æ nú er ég bara að byrja að rífa mig og er því bara farin :)

Borgþór sagði...

jú jú man eftir þeirri rannsókn.. og trúlega var samkynhneigð ennþá inn í DSM þá, var DSM ekki endurskoðuð í kringum 1985 eða eitthvað og þá var samkynhneigð tekin þaðan út.. soldið spes..

Já er það ekki bara þannig að meðan fólk skoðar biblíuna er það að oftúlka ýmsa hluta hennar og notar það eftir sinni sannfæringu... Ég er held ég á svipuðum slóðum og þú varðandi trúnna þetta er fínt meðan það er verið að tala um umbyrðarlyndi og náungakærleika.. En þegar er komið út í oftúlkanir og lifa samkvæmt þessu út í gegn þá erum við komin út á slóðir sem ég tel að sé hættulegar engin stefna er 100% rétt hvort sem um er að ræða trúin, stefnur innan pólitík eða heimspeki.. allt er gott í hófi

Heiða María sagði...

Vitiði það, það getur vel verið að það sé hægt að afhomma fólk... en mér er bara slétt sama. Mér er slétt sama um hvort "samkynhneigð" sé náttúruleg eða ekki, það skiptir ekki nokkru máli. Þetta er þeirra líf, þau eiga að ráða hvað þau gera við það. Þetta kemur engum öðrum við.

Lilja sagði...

Það sem mér finnst fyndið við þetta er að við eigum að heita siðmenntuð og upplýst þjóð, rétt eins og Bandaríkin. Nú er búið að sýna fram á það mörgum sinnum að Biblían minnir frekar á skáldsögu heldur en sögulega heimild og að það verði að taka öllum setningum úr henni með fyrirvara. Því er athyglisvert að fólk byggir trú sína og dæmir aðra á grundvelli bókar sem er í eðli sínu full af tilbúningi.

Ef ég man rétt er Biblían búin til úr sögum sem hafa orðið ýktari eftir því sem tíminn leið. Þannig var til sagan um örkina hans Nóa og flóðið mikla en sögufræðingar hafa leitt líkur að því að "Nói" var viðskiptamaður sem rak út á haf vegna árflóðs í Mesópótamíu. Þannig má gera ráð fyrir að svipað gildi um allar sögur í Biblíunni, og að boð og bönn hafi verið sett vegna ríkjandi viðhorfs menningarinnar á þeim tíma.

Nú má sennilega leiða rök að því að samkynhneigð hafi verið syndsamleg út af því að hún leiddi ekki til barneigna og þar með gat fólk átt von á því að lífskilyrði sín versnuðu (engin börn = erfiðara að hugsa um búið/kindurnar/o.s.frv = erfiðara að lifa). Einnig þýddi barnleysi að það var enginn til þess að taka við fjölskyldufyrirtækinu. Í því ljósi er skynsamlegt að segja við fólk að samkynhneigð er óæskileg. Nú eru þessi viðhorf ekki lengur nauðsynleg, þar sem fólk þarf ekki lengur að treysta á afkomu barna sinna til að tryggja eigin afkomu. Því finnst mér gjörsamlega fáránlegt að reyna að lifa eftir boðorðum sem eiga ekki lengur við. Það er eins og að reyna að lifa eftir lögum eins og "Það er bannað að yfirgefa heimilið án þess að vera í nærfötum" (þessi lög eru á http://www.dumblaws.com).

Og hananú!

Lilja sagði...

E.s. Ef ég man líka rétt, þá voru Spartverjar vanir að sofa hjá hver öðrum alveg hægri, vinstri án vandræða. Þeir áttu allir eiginkonu og börn, en þetta var viðurkennt í menningunni, sennilega vegna þess að þeir voru miklir hermenn og þurftu að eyða miklum tíma án kvenna. Ég efast um að einhver hafi reynt að afhomma þá, hvað þá að slíkar hugmyndir hafi verið æskilegar.

Heiða María sagði...

Hann Heteroy getur snúið þessum hossabossum :D http://www.infidelguy.com/modules.php?name=Video&op=view&video_id=71