laugardagur, apríl 23, 2011

Pure, intense, brilliant pain

Justin O. Schmidt er afar einkennilegur maður með afar einkennilegt áhugamál. Hann er maðurinn sem kom upp með Schmidt Sting Pain Index. Herra Schmidt hefur látið helstu ógeðslegu skordýr sem flest venjulegt fólk hræðist bíta eða stinga sig... sem er eitthvað sem ég held að ég láti hann einan um. Skalinn er frekar einkennilegur en 1,0 er lægsta skorið og 4,0 það hæsta og sársaukafyllsta. Ásamt skori lýsir hann sársaukanum og það sársaukafyllsta er eftir Bullet Ant sem fær þá nafngift vegna þess að bit frá þessu litla skordýri er eins og að vera skotinn. Herra Schmidt lýsir því svona:
Pure, intense, brilliant pain. Like fire-walking over flaming charcoal with a 3-inch rusty nail in your heel
. Ég mæli með að fólk skoði þennan lista en mæli ekki með að fólk prófi sjálft til að sannreyna hann.

3 ummæli:

Heiða María Sigurðardóttir sagði...

Talandi um að þjást í þágu vísindanna.

Árni Gunnar sagði...

Ekki er ég viss um að MK (ekki rugla honum við MLK) litist á blikuna ef hann sæi textann "maðurinn sem kom upp með".

Borgþór sagði...

hehehe nei enda hræðilegt málfar þarna á ferðinni... var einum of mikið að beinþýða úr wikipedia þarna...