sunnudagur, maí 01, 2011

Borgar sig að mæta á völlinn

1.maí er í dag, verkalýðsdagurinn mikli, Guðfinna Sveinsdóttir móðir Borgþórs á afmæli og einnig Týr sem er annað tveggja félaga sem sameinaðist undir merkjum ÍBV. Skemmtilegt er þá að í dag hefst einnig Pepsi deildin sem er efsta deildin í knattspyrnu hérna á Íslandi. Slíkt fjör er ekki algeng skemmtun, grunar mig, hjá sálfræðirottum og almennum nördum sem lesa þetta blogg en takið eftir... það er nefnilega alltaf hægt að finna eitthvað nördalegt við allt.
Thomas Dohmen hjá þýsku rannsóknarmiðtöðinni IZA
ákvað að leysa hina fornu deilu um hvort að dómarinn sé hliðhollur öðru liðinu en eins og flestir vita þá á dómari leiksins að vera hlutlaus og eiga ekki að láta áhorfendur né leikmenn hafa áhrif á hvernig þeir dæma. Er það svo einfalt?
Hann greindi 3591 leiki í þýsku Bundesliga og komst að því að dómarinn er óvenjulega mikið hliðhollur liðsins sem spilar á heimavelli. Til dæmis ef heimalið er marki undir eftir venjulegan leiktíma bættu dómarar að jafnaði auka 20 sek við leiktímann sem þeir venjulega gera ekki ef heimaliðið er yfir eftir venjulegan leiktíma. Að auki var mun líklegra að dómarinn veitir heimaliði umdeilt mark eða vítaspyrnu.
Hvað er það sem veldur? Lohmen var ekki í vafa um það... Það eru áhangendurnir. Öskur og læti frá þeim er greinilegur áhrifavaldur að hans mati sem sést kannski mest á því að dómarinn er mun hliðhollari heimaliðsins ef áhangendur gestanna eru fáir. Ekki nóg með það, heldur skiptir nálægð áhangenda einnig máli... hvort það sé til dæmis hlaupabraut sem aðskilur þá og fótboltavöllinn eða hvort að stúkan sé alveg við hliðarlínuna virðist skipta miklu máli.

Þannig að ef þú villt styðja þitt lið í sumar til sigurs á heimavelli, þá skaltu mæta með sem flestum og reyna vera eins nálægt vellinum og þú getur og öskra úr þér lungun. Það gæti skilað sér í auka 20 sek á mikilvægum tíma leiksins eða jafnvel vafasömu marki.

Skýrsluna hans Lohmen má lesa betur hérna.

Engin ummæli: