mánudagur, nóvember 28, 2005

Utan trúfélaga

Ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni og er því formlega utan trúfélaga. Þeir vilja gera slíkt hið sama ættu að skoða þessa slóð.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Come Clean

Netverjar játa syndir sínar og þvo hendur sínar af þeim hér.

Partý, partý

Þið sem þekkið mig vitið að ég vil alltaf vera tímanlega að hlutunum, svo núna, sex vikur fram í tímann, ætla ég að biðja ykkur öll um að taka 7. janúar frá fyrir 25 ára afmælið mitt.

Ég ætla sem sagt að halda heljarinnar partý með fullt af áfengi og mat og ég ætla að bjóða öllum sem ég þekki. Ég mun ekki senda út nein boðskort, heldur pikka í fólk annað slagið næstu vikurnar og minna á þetta.

Vonandi sé ég sem flest.

Grein í vaktinni

Það birtist grein í Vaktinni sem er annað af tveimur fréttablöðum í Eyjum (Já við eigum tvö fréttablöð).. en allavega þá er þetta grein eftir Rope Yoga kennara sem er að fara halda heilsuræktarnámskeið í eyjum 2-4 desember... þar sem verður unnið fyrir líkama, huga og sál.. Ég er ekkert að fara gagnrýna Yoga enda er það (að mér skilst) mjög góð líkamsæfing.. fannst bara ótrúlega fyndið þessi hluti greinarinnar...

Flest erum við föst í ómeðvituðum ferlum sem byggjast á neikvæðu hugarfari og hegðun gagnvart okkur sjálfum. Við beitum okkur ofbeldi og ásökunum frá morgni til kvölds, dag eftir dag og skiljum ekkert í vanlíðan okkar og máttleysi. Þessari hegðun má breyta á einfaldan hátt.


Góða helgi

mánudagur, nóvember 21, 2005

Hver ert þú?

Ég stal þessu af heimasíðunni hennar Ásdísar.

Settu nafnið þitt í komment hjá mér og:
1. Ég segi þér eina tilgangslausa staðreynd um þig
2. Ég segi hvaða lag/kvikmynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér eitthvað sem aðeins við skiljum
4. Ég segi þér fyrstu eða skýrustu minningu mína um þig
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem mig hefur alltaf langað til að vita um þig

(svo er ekki úr vegi að þið fyllið út listann um mig líka...)

föstudagur, nóvember 18, 2005

Heimurinn getur ekki án okkar verið

Friðargæsluliðarnir okkar í Afganistan voru sendir heim vegna aukinnar spennu á svæðinu! Hvað gagn er í friðargæsluliðum ef þeir þurfa að fara í burtu um leið og hitnar aðeins í kolunum?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Heiða mælir með...

The Decemberists er hljómsveit sem ég hef ekki heyrt um áður en er víst voða vinsæl víða um heim. Hún á það líka skilið, þetta er sniðug tónlist. Svona eins og blanda af Belle & Sebastian og söngvaranum í Placebo.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ljótufatapartýið?

Heybb.. Var að spjalla við Gróu og föstudagur virkar bara hjá henni til að halda partý! Svo ég spyr þá er málið að hafa ljótufatapartý á föstudaginn hjá Gróu? eða á laugardaginn hjá einhverjum öðrum?

Pís át

laugardagur, nóvember 12, 2005

Jafnrétti?

Ég var að flétta Mogganum í morgun yfir kaffibollanum og rak augun í fyrirsögnina "Fleiri konur eða lokað ella" Fyrsta sem ég hugsaði var ..Glætan ekki er Moggin farinn að hjálpa til við að auglýsa eftir starfsfólki á Goldfinger!!! Ætlaði að verða soldið móðguð fyrir hönd kynsystra minna, en jafnframt fegin að líklega væri þá ekki mikið um innflutning á stelpugreyjum fyrst þyrfti að loka... En svo las ég greinina og hún eiginlega pirraði mig meira. Þó ég sé vitanlega á móti því að nota eigi líkama kvenna (jahh og karla reyndar líka) í gróðaskyni, nema hana langi það rooosa mikið, sem ég tel að séu nú undantekningartilvik.

Nei greinin fjallaði um jafnrétti á vinnustað og fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum.
"Norska stjórnin hótaði í gær að loka þeim fyrirtækjum sem ekki sæju til þess að í stjórnum þeirra væri hlutur kvenna að minnsta kosti 40%. Var þeim gefinn tveggja ára frestur eða til ársloka 2007" Moggin, laugardagur 12. nóv, bls. 20.

Er fólk ekki að grínast?? Er kvótakerfið ekki úrelt??? Ég verð allavega að segja ef ég verð einhvern tíman ráðin í stjórnunarstöðu þá vil ég að það sé vegna framúrskarandi hæfileika minna og góðrar menntunar. Ekki vegna þess að ég er með leg!! Það væri kannski ásættanlegt ef ég ætlaði að sækja um vinnu á Goldfinger að kynferði mitt skipti máli en ekki í stjórnunarstöðu!! Er Goldfinger í alvöru staður sem á að taka til fyrirmyndar??!!!
Mér finnst þetta svo mikil afbökun á jafnrétti að það nær engri átt.
Eins og ég sé hina fullkomnu framtíð fyrir mér þá er jafnrétti þannig að þegar þú sækir um vinnu skipti ekki máli hvort þú sért kall eða kona, sá hæfari er ráðinn!!!
Gerum smá svona "thought experiment" Ímyndaðu þér að þú sitjir í stjórn fyrirtækis. Fyrirtækið fær skipun um að ráða konu. Hæf kona er ráðin (því vitanlega eru þær fjölmargar til). Myndiru vera jafn sannfærð/ur um hæfni hennar þegar hún er ráðin á þennan hátt og þegar hún er ráðin án tillits til kynferðis? Ég held að sú kona sem er ráðin vegna kynferðis þurfi að leggja meira á sig til að sanna sig í starfi en hin sem er ráðin eingöngu vegna hæfni hennar. Að maður tali ekki um vandræðin sem munu koma þegar mistök eru gerð í ráðningu og konan er ekkert sérstaklega hæf! Munu þá aðrir líklega kenna þessu frumvarpi um "ef þeir hefðu bara fengið að ráða kall í friði væri þetta betra" Líklegt er að þetta alhæfist yfir á allar konur sem ráðnar eru vegna þessa frumvarps, þó megi gera ráð fyrir að hlutfall hæfra og óhæfra sé svipað hjá konum og körlum.

Nú skal ég viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér þetta mál neitt og byggi þessi skrif eingöngu á mínum skoðunum og kvennlegu innsæi. Ef einhver getur bent mér á góð rök fyrir þessu kvótakerfi og hvernig komið verði í veg fyrir að hæfar konur sem ráðnar eru vegna þessa lendi í tortryggin þá vil ég endilega heyra það.
Að lokum vil ég spyrja hvort einhver hafi hugmynd um hvort konur hafi eins mikinn áhuga á stjórnunarstörfum og karlar??

föstudagur, nóvember 11, 2005

Fyrsti mongólíti mánaðarins

Ætli það sé ekki best að ég byrji bara. Þið verðið samt sjálf að skrifa mongið um mig, ég get ekkert gert það sjálf. Það eina sem ég get sjálf er að líta asnalega út.

Hvernig tröll ert þú??


Skáldajötunn

Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.
Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.

Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.

href="Hvaða'>http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/">Hvaða tröll ert þú?

DNA heilun

stutt færsla hjá mér en VÁ.. ég verð bara segja að þeir sem misstu af Kastljósi í gær, fimmtudaginn 10.nóvember, skellið ykkur á rúv.is farið á netsjónvarpið og kíkið á þáttinn.. Aðra eins vitleysu hef ég aldrei séð..

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Ljótufatapartý...


Sælar, dúllurnar mínar
Hvenær eigum við að fara að halda ljótufatapartý?? Ég er með heilan lítra af tekíla inni í skáp sem ég verð að fara að losna við, og ég vil helst gera það fyrir jól! Er einhver sem getur haldið partýið 19. nóv?

Fyrir þá sem ekki vita um hvað málið snýst, þá var sem sagt ákveðið að hafa ljótufatapartý, þ.e. partý þar sem fólk á að mæta í ljótustu/púkalegustu fötunum sínum, helst ómálað/illa málað (strákum er frjálst að mæta málaðir). Tilgangur partýsins er sá að halda fólki á sama stað allt kvöldið og helst alla nóttina í staðinn fyrir að hópurinn skiptist þegar í bæinn er komið.

Ég vona að einhver sjái sér fært að halda partýið, í versta falli held ég það í minni litlu íbúð. Hvað segið þið, eigum við ekki að drífa í þessu?

[Lilja skrifaði, Heiða setti inn mynd til að skreyta póst]

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Arty Kid

Whether you were a drama freak or an emo poet, you definitely were expressive and unique.

You're probably a little less weird these days - but even more talented!

New Look

Ég nefndi það í kommenti hér um daginn að það væri gaman að sjá nýtt look á síðunni hjá rottunum! Hugmyndin sem ég hef er kannski frekar róttæk og krefst mun meiri skrifa af hálfu rottanna en nú er gert..En með nýrri og flottari síðu og fleiri heimsóknum er það kannski ekki svo mikið vandarmál.
Heildarútlit síðunnar og hugmyndina bak við hana leita ég til vefrita eins og deiglan, tikin og djoflaeyjan.. þetta eru aðallega pólitísk veftímarit en í bland við pælingar um hvað sem er auk þess sem eru fréttir og skemmtiefni.
Ég var ekki að spá í því að gera rotturnar hápólitískar, enda er það ekki svo góð blanda og skoðanir í pólitík eru langt frá því að vera sameiginlegar skoðunum um sálfræðilegar og heimspekilegar pælingar, ég var aðallega spá í útlitinu á þessum hápólitísku vefritum sem við gætum nýtt okkur...
Það væri töff að gera stóra og góða síðu um sálfræði, heimspeki og vísindi! stór flokkur það er satt en ótrúlega gaman að uppfæra og vonandi dregur að mikinn og góðan lesendahóp. Þetta krefst ótrúlega mikillar vinnu að útbúa slika heimasíðu og einnig að halda henni við og því þarf að setja upp kerfi sem allir þurfa vinna eftir, t.d að skila inn grein einu sinni mánuði sem og að halda uppi eigin horni á síðunni.. T.d mónóglítinn hennar Siggu eða bullhornið hennar Heiðu!
Hvað segiði um þetta? er fólk til í að leggja smá vinnu í svona verkefni? Endilega leggið orð í belg!

föstudagur, nóvember 04, 2005

Ég ætti að vera satanisti!

You scored as Satanism. Your beliefs most closely resemble those of Satanism! Before you scream, do a bit of research on it. To be a Satanist, you don't actually have to believe in Satan. Satanism generally focuses upon the spiritual advancement of the self, rather than upon submission to a deity or a set of moral codes. Do some research if you immediately think of the satanic cult stereotype. Your beliefs may also resemble those of earth-based religions such as paganism.

Satanism

71%

atheism

67%

Paganism

67%

agnosticism

67%

Buddhism

54%

Judaism

46%

Islam

42%

Christianity

21%

Hinduism

8%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Vafasöm Vísindakirkja

Sá fína grein á deiglunni sem ber nafnið vafasöm vísindakirkja.. Ég verð að viðurkenna að ég hef afar lítið vit á því hverskonar kirkja þetta er en ég hafði heyrt að nafnið er bara eitthvað út úr kú, að kirkjan heiti þetta því að vísindakirkja væri nafn sem heillaði fólk.. Og hver myndi ekki heillast að þessu:
Samkvæmt kenningum Vísindakirkjunnar samanstendur einstaklingurinn af líkama, hug og anda. Andinn er það sem mestu máli skiptir en hann skiptist í tvennt, rökvitund og undirvitund. Áföll, erfiðleikar og vandamál sem mæta manninum á lífsleiðinni skilja eftir sig ör á undirvitundinni og til þess að losna við örin fara safnaðarmeðlimir í gegnum ákveðið viðtalsferli sem stýrt er af sérfræðingi í kennisetningum Vísindakirkjunnar. Viðtalsferlið er fyrirfram ákveðið og sérfræðingurinn spyr tiltekinna spurninga sem leiða eiga til þess að einstaklingurinn finni sjálfur lausn vandamála sinna. Í viðtalsferlinu er notaður sérstakt tæki, svokallaður E-mælir, sem sagður er nema vanlíðan einstaklingsins með því að mæla rafsegulviðnám líkamans. Markmið viðtalsferlisins er að losa einstaklinginn við örin á undirvitundinni þannig að hann geti komist á æðstu stig trúarinnar og náð fullkomnun.


Hverjum langar að skrá sig? hehe

Tilvitnun dagsins

...þegar amrískur vinur minn, einn af mestu sýklafræðíngum heims, bauð mér að hleypa lausri pest sem gæti strádrepið mannkynið á hálfum mánuði þá ypti ég öxlum, einog ég geri framaní yður, og svaraði, nei það er skemmtilegra að láta það deya út smátt og smátt á kókaíni, sýfilis og psykoanalysis.

(Halldór Laxness, Vefarinn mikli frá Kasmír)

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Þekkja kjallararottur þig?







Þekkjum við þig?


  

Free polls from Pollhost.com

Reglur kaldhæðninnar

For a start, surely the lowest form of wit is loud flatulence, not sarcasm. It can be a beautiful and impressive thing (sarcasm, not the other, though each to their own).


Meira hér.

Freak show

Fullt af skemmtilegum myndum af alls konar skrímslum og furðukvikindum.

Hef ekkert að segja :)

Ég ætlaði nú bara að fara lýsa eftir henni Heiðu Maríu. Var farin að hafa áhyggjur af henni vegna þess að hún hafði ekki postað lengi. Var fegin að sjá lífsmark!!!
Hmm ég fer bara að nálgast gaurinn sem skrifaði leiðilegasta blogg í heimi..Það er ástæða fyrir því að ég blogga sjaldan!!
En hvernig er annars með ljótufatapartýið?? Á ekki að fara að ýta því í framkvæmd, eða skal það geymt til næsta árs?