Skáldajötunn
Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.
Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.
href="Hvaða'>http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/">Hvaða tröll ert þú?
2 ummæli:
Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.
Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.
[Ég efast samt um að viðeigandi réttmætisathuganir hafi verið gerðar á þessu prófi.]
Tölvunördatröll
Þú ert nýjungagjarn, yfirvegaður innipúki.
Tölvunördatröllið hefur rosalega gaman af svona könnunum. Eitt slíkt bjó þessa könnun meira að segja til! Fyrir tölvunördatröllinu er bjarmi tölvuskjásins sem huggulegur arineldur á vetrarkvöldi. Tölvunördatröllið sendir frekar tölvupóst en að tala við fólk í persónu og á fleiri vini í netheimum en raunheimum (eða kjötheimum eins og tölvunördatröllið myndi orða það). Tölvunördatröllið er náskylt vampírunni, en það vakir á nóttunni og þolir illa sólarljós (og hvítlauk).
„Live long and prosper“
[Ég held að þú og ég ættum að skipta um prófíl heiða. Mér sýnist þessi prófíll eiga betur við þig. hann á allavega ekki sérstaklega við mig, samt held ég að ég hafi svarað tiltölulega heiðarlega.]
Skrifa ummæli