þriðjudagur, nóvember 08, 2005

New Look

Ég nefndi það í kommenti hér um daginn að það væri gaman að sjá nýtt look á síðunni hjá rottunum! Hugmyndin sem ég hef er kannski frekar róttæk og krefst mun meiri skrifa af hálfu rottanna en nú er gert..En með nýrri og flottari síðu og fleiri heimsóknum er það kannski ekki svo mikið vandarmál.
Heildarútlit síðunnar og hugmyndina bak við hana leita ég til vefrita eins og deiglan, tikin og djoflaeyjan.. þetta eru aðallega pólitísk veftímarit en í bland við pælingar um hvað sem er auk þess sem eru fréttir og skemmtiefni.
Ég var ekki að spá í því að gera rotturnar hápólitískar, enda er það ekki svo góð blanda og skoðanir í pólitík eru langt frá því að vera sameiginlegar skoðunum um sálfræðilegar og heimspekilegar pælingar, ég var aðallega spá í útlitinu á þessum hápólitísku vefritum sem við gætum nýtt okkur...
Það væri töff að gera stóra og góða síðu um sálfræði, heimspeki og vísindi! stór flokkur það er satt en ótrúlega gaman að uppfæra og vonandi dregur að mikinn og góðan lesendahóp. Þetta krefst ótrúlega mikillar vinnu að útbúa slika heimasíðu og einnig að halda henni við og því þarf að setja upp kerfi sem allir þurfa vinna eftir, t.d að skila inn grein einu sinni mánuði sem og að halda uppi eigin horni á síðunni.. T.d mónóglítinn hennar Siggu eða bullhornið hennar Heiðu!
Hvað segiði um þetta? er fólk til í að leggja smá vinnu í svona verkefni? Endilega leggið orð í belg!

8 ummæli:

Heiða María sagði...

Hmm já, þetta er ekki svo alvitlaust. Reyndar vill svo til að ég vinn akkúrat við gerð síðu um sálfræði, heimspeki og vísindi, og hún heitir Vísindavefurinn.

Helst dettur mér í hug að þetta verði gerlegt þegar Björn fer í jólafrí. Ég reyndar með smá efasemdir um að maður leyfi sér að bulla jafn mikið þegar þetta er orðið eitthvað rosa batterí. Veit bara ekki... kannski góð hugmynd, kannski ekki.

Borgþór sagði...

já það er spurning.. greinarnar eru alfarið á ábyrgð þeirra sem skrifa.. og það ætti að verða skemmtilegra að sjá hvað hver og einn hefur upp á að bjóða...
Svo er hægt að hafa svona ákveðin horn sem býður upp á meira "fíflari"

baldur sagði...

Ég hugsa að ég myndi hafa gaman af þessu, en akkúrat núna og í allri fyrirsjáanlegri framtíð virðist ég því miður varla hafa tíma til skrifa þetta komment einu sinni þannig að ég er ekki viss um að ég myndi standa við skuldbindingar um tíð og regluleg skrif.

Ég veit að ég myndi varla nenna þessu nema verulegur metnaður væri lagður í verkefnið og þess vegna efast ég um að það sé sérstaklega viðeigandi að vera með mongólíta mánaðarins og annað af því taginu á síðu sem tekur sig alvarlega sem fræðilegt veftímarit. Væri þá ekki nær að opna frekar nýja síðu og halda skætingnum, hrokanum og hálfvitaskapnum áfram hér?

Gefum okkur samt að þetta verði gert í einhverri mynd; ef hvert okkar hefði sitt litla horn sem hann/hún ber ábyrgð á, ættum við þá að skipta á milli okkar sérhæfðum sviðum líka, þannig að einn ber ábyrgð á skynjun, annar á lífeðlislega sálfræði, þriðji á vísindaheimspekileg issue, fjórði félagslega o.s.frv. (Hver myndi vilja taka að sér þroskasálfræði í slíku formati)? Eða væru efnistök í hverju horni frjálslegri?

Vaka sagði...

Ég er alfarið á móti því að rottur gerist málefnalegar!

Nei svona án gríns þá hef ég ekki tíma í gáfuleg skrif og mundi ekki nenna að sjá um mitt horn. Auk þess finnst mér ágætt að þurfa ekki að passa hvað ég segi -mér finnst framheila-álagið alveg nóg eins og er. Eða eins og Sigursteinn mundi orða það þá "er ég talsmaður óbreytts ástands".

...og svona rétt að lokum þá óska ég ekkert sérstakleg eftir fleiri heimsóknum á þessa síðu, finnst við bara ágæt ein og sér... reyndar alveg frábær ;)

Borgþór sagði...

Ágætir punktar.. Það væri kannski sniðugast að fara bara út í að gera aðra síðu sem væri eins og Baldur orðar það fræðilegt veftímarit og hafa kjallararotturnar ennþá fyrir okkur að (ó)málefnast um menn og málefni..
Þetta hljómar ótrúlega vel hjá mér

Andri Fannar sagði...

æji þið segist aldrei hafa tíma í neitt samt eru þið full heilu og hálfu vikunar....og svo þetta með að gera pólitísk, það er ekki sniðugt í ljósi þess að sumir er vinstri grænir afturhaldskommatittir.

En það er verulega sniðugt að vera einhverskonar blanda af gagnrýnni hugsun og mongi - það má alveg hafa mongólíta vikunnar en ræða um annað en álfinn, odda, framskein og hópefli. Það er hægt að drulla yfir fullt af vitleysu

baldur sagði...

Ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að ég sé búinn að vera fullur einu sinni eða tvisvar (og það stóð ekki í hálfa viku, hvað þá heila) síðan í útskriftarveislunni í Skaftahlíðinni. Ég held að Vaka hafi ekki drukkið deigan dropa síðan þá. (En það er kannski rétt að spyrja hana að því frekar en að taka mitt orð fyrir því.) Ef þetta er ekki til marks um annir þá held ég að ekki sé hægt að bera kennsl á annir okkar tveggja, skorarbyttanna sjálfra. Hvaða ástæður aðrar gætum við hugsanlega haft fyrir því að drekka ekki meira?

Og Andri, ef þú ert tilbúinn til að halda uppi síðu sem er blanda af mongi og gagnrýnni hugsun, þá vil ég benda þér á að þessi síða hefur einmitt verið slík síða (þótt undanfarið hafi reyndar borið lítið á öðru en mongi). Þú hlýtur því að vera sammála Vöku og vera "talsmaður óbreytts ástands" eins og hún.

Ég er reyndar farinn að hallast að því líka. Ég veit ekki alveg hvort það að gerast gáfulegur á internetinu sé besta leiðin til að draga fram kúlið. Til að einhver síða sem tekur sig 100% alvarlega geti orðið að veruleika með minni þátttöku, þá þyrfti ég að tekið dáldið mikinn tíma frá námi eða öðru sem gefur mér pening sem þýðir að helst þyrfti að reyna að koma því þannig fyrir að ég fái einhvern pening fyrir það. (Svona er ég ógeðslega vinstrigrænn kommatittur.)

Nafnlaus sagði...

Þá er málið bara gera flotta síðu með auglýsingum..