mánudagur, nóvember 14, 2005

Ljótufatapartýið?

Heybb.. Var að spjalla við Gróu og föstudagur virkar bara hjá henni til að halda partý! Svo ég spyr þá er málið að hafa ljótufatapartý á föstudaginn hjá Gróu? eða á laugardaginn hjá einhverjum öðrum?

Pís át

10 ummæli:

Heiða María sagði...

Ég er alveg til, en það komu upp hugmyndir um að fresta þessu þar sem svo margar kjallararottur komast ekki um næstu helgi.

Borgþór sagði...

Hvað eru rotturnar að gera svona merkilegt næstu helgi? Ég segi áfram föstudagur!! áfram ljótufatapartý.. vei vei
Auk þess er ég kominn með skemmtiatriði fyrir kvöldið..!! Jess maður

Lilja sagði...

Ég kemst alls ekki á föstudaginn, þar sem ég er að vinna. Einnig var ég búin að lofa sjálfri mér að taka mér smá frí frá áfengi eftir seinustu helgi. Smá ráðlegging til þeirra sem ætla að djamma, ekki láta óreynda barþjóna blanda kokteil!

Heiða María sagði...

Þetta eru þau sem ég held að komist ekki:
1. Lilja
2. Sigga
3. Binni
4. Kjartan
5. Andri

Og þá eru nú ekki ýkja margir eftir.

Sigga sagði...

Reyndar væri föstudagur séns, en þar sem er djamm á lau og ég er víst að fara í próffræðipróf í næstu viku væri nú hálf gáfulegt að vera bara edrú annað kvöldið!!! ég er orðin svo skynsöm með aldrinum :D

Andri Fannar sagði...

ertu ekki að deita viðskiptafræðing?

Heiða María sagði...

hahaha *hóst*hroki*hóst*

Vaka sagði...

Mæli þá með að þú farir ekki og lesir BA-ritgerðina hans ;)

*hóst*meiri hroki*hóst*

Guðfinna Alda sagði...

Ég beila á ljótufatapartýinu ef það er um helgina vegna anna í skólanum...crasyness að gera...
kv.
Guðfinna alda

Heiða María sagði...

Frestum þessu bara í bili, en þetta verður pottþétt einhvern tíma, líklega eftir jólapróf.