föstudagur, nóvember 11, 2005

DNA heilun

stutt færsla hjá mér en VÁ.. ég verð bara segja að þeir sem misstu af Kastljósi í gær, fimmtudaginn 10.nóvember, skellið ykkur á rúv.is farið á netsjónvarpið og kíkið á þáttinn.. Aðra eins vitleysu hef ég aldrei séð..

14 ummæli:

Heiða María sagði...

Sá þetta bara í Fréttablaðinu. Algjört nonsense.

Borgþór sagði...

Ég mæli með að þú sjáir þetta í kastljósinu.. kellingin er að fara yfirum á einhverjum lyfjum held ég.. þetta er án efa eitt það fyndasta viðtal sem ég hef séð...

Guðfinna alda sagði...

Sá þetta líka.. Litterally dó úr hlátri..Langt síðan ég hef séð jafn fyndnar samræður :=) Meiri vitleysan maður.. " Ég get talað við stofnfrumuna mína " hahahahaha
yeah right !!!

baldur sagði...

Ég gat ekki hlustað á þetta til enda. Þetta var bara sárt.

"Nei nei nei, þetta þarf ekki að vera svona alvarlegt". Hvað er þetta þá? Hvað er þetta þá sem hún trúir svona ákaft. Hvað er það þá sem "er að virka"?

Ég þoli ekki svona. Þetta kom mér í vont skap.

Lilja sagði...

Ég gat ekki einu sinni hlustað á brot og brot. Það er bara of illt að setja svona manneskju í sjónvarpið og gera hana að athlægi á þennan hátt. Úff.

Heiða María sagði...

Hún býður algjörlega upp á það sjálf að hlegið sé að henni. En ég er sammála, ég gat ekki horft á þetta.

baldur sagði...

Hlegið að henni? Er engninn sammála mér í því að það ætti að fangelsa svona fólk? Fólk sem jafnvel teflir lífi og heilsu fólks í tvísýnu. Það er ekkert hlægilegt við þetta.

Ég sá einu sinni CSI þátt sem fjallaði eitthvað um fólk sem dó eftir urine therapy. Ok, CSI er skáldskapur en keisin eru samt tiltölulega nálægt raunveruleikanum. Þurfa þessir hálfvitar ekki að axla neina ábyrgð?

Borgþór sagði...

Góður punktur..
Þetta er alvarlegt mál.. sérstaklega þar sem þetta fólk er að auglýsa sig sem einhverjir DNA - Heilarar sem geta endurraðað DNA í fólki og komið í VEG fyrir sjúkdóma, læknað áfengsissýki og hvaðeina... Það er alvarlegt og ef einhverfer illa út úr þessu ætti þetta pakk að bera ábyrgð á því!

Heiða María sagði...

Sammála! Mér finnst þetta virkilega alvarlegt mál, og öll svona hjáfræði raunar.

Vaka sagði...

Jæja, er jafnvel komin tími á frekari greinaskrifum?

Eins og Baldur minnist réttilega á þá getur svona helv. húmbúkk verið skaðlegt! Hvað með t.d. fólk með Down's syndrom? Er bara hægt að heila það burt?! Nei því að þá eigum við ekki að taka þessu alvarlega. Og auðvitað kemur svo þessi gamla tugga að við erum ekki komin nógu langt... bla bla

Köfum í undirmeðvitundina!!! En það sem að við trúum er ekki endilega það sem undirmeðvitundin trúir en undirmeðvitundin stjórnar okkur samt á allan hátt!!!

baldur sagði...

Blessuð undirmeðvitundin. Getur verið að þó að kellingin "trúi þessu", þá trúi undirmeðvitundin hennar þessu ekki? Getur verið að undirmeðvitundin hennar taki þessu "hátíðlega" þótt hún geri það ekki?

Heiða María sagði...

Já, veistu, ég er bara ekki frá því Vaka að það þurfi einhver að vekja athygli á þessu óendanlega rugli sem fjölmiðlar láta viðgangast.

Vaka sagði...

Það má jafnvel spyrja sig hvort undirmeðvitund hennar trúi á heilun ;) hehe

Vaka sagði...

Jæja núna er ættin mín búin að finna cost-effective leið í þessu máli og er að reyna að sannfæra ömmu um að fara í DNA-heilun til að redda okkur hinum ;D