föstudagur, nóvember 25, 2005

Partý, partý

Þið sem þekkið mig vitið að ég vil alltaf vera tímanlega að hlutunum, svo núna, sex vikur fram í tímann, ætla ég að biðja ykkur öll um að taka 7. janúar frá fyrir 25 ára afmælið mitt.

Ég ætla sem sagt að halda heljarinnar partý með fullt af áfengi og mat og ég ætla að bjóða öllum sem ég þekki. Ég mun ekki senda út nein boðskort, heldur pikka í fólk annað slagið næstu vikurnar og minna á þetta.

Vonandi sé ég sem flest.

4 ummæli:

Heiða María sagði...

Já, þú ert svei mér skipulögð :)

Sigga sagði...

Dagurinn tekinn frá :) hehehehe

Andri Fannar sagði...

tek daginn frá - en hvernig verður með 30 ára afmælið þitt? Klukkan hvað verður það?

Lilja sagði...

Miðað við útreikninga mína þá verður þrítugsafmælið mitt á föstudegi, og nema ég verð komin með karl og börn þá mun það partý sennilega vera haldið á einum af skemmtistöðum borgarinnar. Sennilega mun það hefjast um níuleytið, en það eru fimm ár í það, þannig að skekkjumörkin eru +/- klukkutími.