mánudagur, apríl 18, 2011

Framtíðin er hér


Jæja ég skal byrja ballið.. Ég veit ekki hvort ég hef kunnáttu eða vilja til að gera þetta núna þegar árið er 2011, en við skulum reyna á það...
Til að byrja fjörið ætla ég að fjalla um skemmtilegt vandamál sem mörg hundruð þúsund ef ekki milljónir manna eiga við á hverjum degi... vandamál sem nær inn á okkar áhugasvið, vandamál sem skapar störf á sjúkrahúsum, vandamál sem Onur Güntürkün við Ruhr university Bochum í þýskalandi leysti fyrir okkur vitlausu mannapana! Það er á hvora hliðina skal snúa höfðinu þegar sporðrenna skal fyrsta kossinum...
Þessi ágæta manneskja sem ég hreinlega veit ekki hvort sé kona eða karl (og ég hef ekki nennu til að googla) komst að því að í 65% tilfella snýr fólk hausnum til hægri. Hvernig komst þessi merki vísindamaður að þessu ? Með því að njósna um 124 kossa á flugvöllum, lestarstöðvum og öðrum almenningsstöðum þar sem mismunandi þjóðerni blandast saman. Athyglivert og frábær byrjun fyrir rotturnar...

þeir sem hafa áhuga á að lesa nánar um þessa rannsókn Onur, geta gert svo með að lesa grein um það í blaðinu Nature.

2 ummæli:

Heiða María Sigurðardóttir sagði...

Onur er karl, samkvæmt gúgli mínu, og er einnig fastur í hjólastól. Ekki skrýtið að hann hafi áhuga á hausahreyfingum, enda getur hann ekki hreyft neitt annað! Ha ha ha.

Þetta var nú ljótt.

Borgþór sagði...

össssssss

mínusstig fyrir ósæmilegan brandara... getur gert betur en þetta Heiða hehe