miðvikudagur, maí 18, 2005

How sad

Árið 1910 (takið eftir, fyrir næstum 100 árum) sagði Yerkes: "Few, if any, sciences are in worse plight than psychology" attributing its "sad plight" to a lack of self-confidence, an absence of agreed-on principles, poor training of psychologists in physical science, and a failure to teach psychology as anything more than a set of bizarre facts or as a branch of philosophy, instead of as a natural science.

HALLÓÓÓ!!! Wake up and smell the coffee! Þetta eru nákvæmlega sömu vandamál og sálfræði glímir við í dag, við höfum ekki framþróast um sentimetra! Tja, allavega ekki meira en svona tvo-þrjá sentimetra.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er alveg hræðilegt! skil ekki af hverju allir eru ekki í atferlisgreiningunni, þá myndi nú eitthvað gerast....

Andri Fannar sagði...

Nú held ég að nokkrir sálfræðinemar þurfi að fá öflugan 5-HT agónista eða fara í hugræna atferlismeðferð.
Það eru til nokkrar undirgreinar í sálfræði, sem teljast til raunvísinda, sem hafa þróast mikið og eru sammála um "basic principles". Til dæmis lífeðlisleg sálfræði, hugvísindi, atferlisgreining, skynjunarsálfræði. Sumar greinar teljast til félagsvísinda - eða þar um bil og það er mismikið vit í þeim. Nei, það er ekki til Newtons lögmál sálfræði - en það er ekki heldur til eitt algilt allsherjar lögmál í eðlisfræði lengur.

En málið er þetta: maðurinn er flókinn og við viljum fá ólíkar skýringar (frá taugaboðefnum að hópþrýstingi) á hegðun.

Svo er sálfræði líka hagnýt og ég nenni ekki að telja upp rununa

Þeir sem þola enga óvissu, nema upp á sjötta aukastaf og vilja hafa allt klippt og skorið geta þá farið í verkfræði, stærðfræði eða eitthvað af þeim toga (og flott og fínt með það).

Ég í raun skil ekki allt þetta væl. Það er til fullt af háfleygum og vondum kenningum í sálfræði - flestar í tilteknum undirgreinum - en vegna þess að við höfum góða menntun í tilrauna aðferð náttúruvísinda og gagnrýnni hugsun, þá vitum við að þessar kenningar ganga ekki upp. Það er meira en hægt er að segja um margar aðrar greinar.

Sálfræði er feikilega víðfeðm grein - og við höfum lært örlítið um nokkrar undirgreinar hennar. Það eru margir sem ætla í klíníska sálfræði, vinnusálfræði og ráðgjafarsálfræði og því finnst mér óviðeigandi að taka kúrsa í eðlisfræði eða efnafræði í grunnnámi, bara vegna þess að það er töff og svo mikil vísindi. Þeir sem fara í framhaldsnám í sálfræði sem telst til raunvísinda, læra meira um slíka hluti þar.

Og það er tóm þvæla að það hafi ekki verið neinar framfarir síðustu áratugi. Það hafa verið gífurlegar framfarir - eitt dæmi er árátta og þráhyggja - besta meðferðin við henni er atferlismeðferð, sem skilar meiri árangri en lyfjameðferð (sem þó telst til hinna göfugu vísinda, þar sem nemendur læra feikimikið af efnafræði og stærðfræði). Svo ekki sé minnst á sálræna meðferð við þunglyndi, einhverfu, kvíðaröskunum og fleira. Enn skilar hún betri árangri en lyfjameðferð, einmitt vegna traustra aðferða.

Þannig, náttúruvísindi eru fín við að skýra tiltekna hluti - einkum þar sem þú getur einangrað breytur og mælt þær af mikilli nákvæmni. Það er bara ekki þannig með öll viðfangsefni sálfræði. Þegar það á við, gott mál, en það er bara ekki alltaf þannig.

Að lokum: við ætlum að gera ólíka hluti í framhaldsnámi - sumir eins og þú Heiða, hafa mikinn áhuga á raunvísindum - og það er til fullt af þannig sálfræði - og þá lærir þú meira í stærðfræði og náttúruvísindum. En margir ætla í klínu- og sé ekki hvernig þeir eru betur settir með það að kunna meiri eðlisfræði eða erfðafræði ef því er að skipta.

Heiða María sagði...

Jájá, Andri minn, ég er ekkert að meina þetta neitt svakalega. :-) Það er bara miklu skemmtilegra að vera á móti öllu (eins og þú sjálfur kannast við).

Nafnlaus sagði...

humm, ég nennti reyndar ekki að lesa svarið hans Andra, þannig að ég er kanski að endurtaka eitthvað. En fyrir 500 árum þróuðumst við ekki neitt á heilli lífstíð. Það er ekki fyrr en fyrir 100 árum að mannsæfin er farin að taka eftir breitingum.
Reyndar var ég ekki uppi fyrir 500 árum, en þetta er það sem bíómyndirnar eru búnar að kenna mér undanfarið.

binni-dissociative sagði...

já og bíomyndirnar ljúga sko ekki! Góður rökstuðningur.. farðu í mannfræði.. hehe ;)