mánudagur, mars 19, 2007

Topp 3 tónlistarmyndir


  1. Almost Famous: Þegar ég sé þessa mynd langar mig að a) vera í hljómsveit og b) hafa verið uppi á mitt besta á 8. áratugnum.
  2. High Fidelity: Myndin er góð, bókin er jafnvel betri. Bókin skal lesin með klassískt rokk í bakgrunni, algjört möst. Bresk kaldhæðni í hæsta gæðaflokki.
  3. School of Rock: Pjúra feel-good mynd. Manni líður vel INNI Í SÉR eftir að hafa horft á þessa mynd. Jack Black fer á kostum.

Ef þið hafið aðra skoðun eða finnst ég vera að gleyma einhverju, endilega látið vita.

8 ummæli:

Árni Gunnar sagði...

Dazed and Confused er áberandi fjarverandi á þessum lista. Ekki allar myndir sem gefa út 2 soundtrökk...

Þá er dans og söngvamyndin This is Spinal Tap verðugur kandídat. Misgóð tónlist, stórkostlegir brandarar og bandarískir leikarar að gera sér upp breskan hreim.

Freudíska sjálfsfróunar (og -birtingar) myndin The Wall á heima á góðum listum.

The wizard of Oz. í klisjukenndu blandi við Dark side of the moon, er nokkuð skemmtileg.

Þá er Tommy rokkóperan, þrátt fyrir glataðan söguþráð, snilldarleg. Upptakan á henni er líka akústískt meistaraverk, eða nokkurs konar undanfari surround bullsins sem við þekkjum í dag.

Jón Grétar sagði...

Ég verð líka að minnast á uppáhaldið mitt, KISS meets the Phantom of the Park. Drasl mynd sem sökkar í svo marga hringi að hún verður góð. Var með mesta áhorf sem sjónvarpsmynd hafði nokkru sinni fengið þegar hún var frumsýnd. Snilld

Árni Gunnar sagði...

Er það myndin þar sem hljómsveitinni er skipt út fyrir hátæknivélmenni sem eru alveg eins og þeir? Og voru þeir ekki búri sem rimlarnir voru úr geislum?

Jón Grétar sagði...

Rétt er það! Greinilegt að þú ert vel að þér í góðum tónlistarmyndum Árni Gunnar. Myndin er í raun alger hágæða b-mynd, enda ekki af öðru að búast frá Gene Simmons, bassaleikara og söngvara KISS. Barnsmóðir hans og maki til margra ára er Shannon Tweed sem m.a. var í þeirri stórgóðu b-ræmu Cannibal Women in the Avocado Jungle of Death... stakasta snilld!

Heiða María sagði...

Ágætis tilnefningar, og ég gæti raunar bætt við t.d. Mary Poppins og Amadeus. Reyndar verð ég að segja að ég hef ekki enn uppgötvað snilldina í ofurlélegum B-myndum, en kannski á ég það bara eftir.

Árni Gunnar sagði...

Það er nú kannski ekki sama hvort það sé B-mynd eða Kiss-mynd.

Jón Grétar sagði...

Góðar b-myndir eru alltaf skemmtilegar, verður að finna þær sem taka sig ekki alvarlega og eru helst ekki með neitt budget. Svo er það náttúrulega satt sem Árni Gunnar segir, það er ekki sama hvort það sé KISS mynd eða venjuleg b-mynd. KISS myndir eru alltaf bestar :D

baldur sagði...

Ég tek undir dazed and confused. Sorglega fáir hafa séð þá mynd. Og svo sakna ég líka purple rain á þessum lista.