miðvikudagur, desember 13, 2006

Samtal í Boston

Eins og þið kannski vitið er ég í Bandaríkjunum að hitta prófessora. Svona byrjar týpískt samtal við mig í Boston:

Þau: Hi, nice to meet you.
Ég: Hi, it's nice to meet you too. I'm Heiða.
Þau: He... [stórt spurningarmerki í framan]
Ég: Heiða [sagt m-j-ö-g h-æ-g-t]
Þau: Heather? [allir halda að ég heiti Heather]
Ég: No. Heiða. Heiða María Sigurðardóttir
Þau: Is that a name?

14 ummæli:

Guðmundur D. Haraldsson sagði...

Hehe. Útlendingar byrja einmitt svipað með mitt nafn: Gu... - Ég hef ekki lagt í að segja þeim restina :-)

Gummi virkar hins vegar alltaf :P

Árni Gunnar sagði...

Já, í þínum sporum myndi ég bara heita María. Ég ákvað að vera Gunnar þegar ég bjó í Danmörku, sökum þess hve leiðinlegt er að heyra Dani segja:Aghrrníí.

gk sagði...

Þú getur líka tekið upp rapara nafn.
Kannski iceH eða bling mamma, H-low, Miss. H, Queen H.

Jón Grétar sagði...

Kannast við þetta! Reyndar er mitt nafn nú ekki erfitt en hef heyrt undarlegustu útfærslur, Jan, Joan, Joon and what not. Sérstaklega skemmtilegt líka að segja fullt nafn, Jón Grétar Sigurjónsson :D

En endilega haltu Heiðu nafninu þegar þú ferð út, þeir sem nenna að þekkja þig munu leggja það á sig að bera nafnið fram rétt ;)

Árni Gunnar sagði...

Já, Jón er bjartsýnn... Það kostar þá a.m.k. leiðréttingu fyrstu 3-400 skiptin.
Eftir 4 ár í Danmörku hafði engum tekist að komast nálægt mínu nafni, og það voru samt 5-10 ára börn sem ég lék mér við. Þegar ég flutti aftur 10 árum seinna var ég bara Gunnar...

En Heiða er sennilega auðveldara nafn til meðhöndlunar.

Annars finnst mér fólk oft gleyma dixie nöfnunum. Curly Sue eða Annie May eru ekkert verri en rapp nöfnin. Held að dixie sé að komast aftur í tísku.

Lilja sagði...

Hvað með Heidi? Þeir ættu nú að skilja það, þessar elskur. Þýðir nokkurn veginn það sama hvort sem er, þó að þú uppfyllir sennilega ekki einhverjar útlitskröfur sem fylgja þessu nafni (ljóshærð nuddkona frá Svíþjóð).

Vonandi ertu að skemmta þér vel þarna úti.

Heiða María sagði...

Takk fyrir uppástungurnar, þær eru allar áhugaverðar. Líst sérstaklega vel á Bling Mama, takk Gunni. Þið megið kalla mig þetta það sem eftir er... á erlendri grundu.

baldur sagði...

Mér fannst sérstaklega áhugaverð strategía hjá þér að segja þeim fullt nafn um leið og þú finnur að þeir eiga í erfiðleikum bara með það fyrsta. Annars geturðu hjálpað þeim með að hafa alltaf spjald á þér þar sem þú hefur skrifað nafnið þitt Heytha, eða e-ð í þá áttina. Það er ekki eins og það sé erfitt að bera þetta nafn fram, þó maður sé enskumælandi. Allavega hefur mér alltaf gengið vel með að stafsetja nafnið mitt fyrir útlendingum sem eiga erfitt með að læra nafnið mitt.

Hvenær kemurðu annars heim?

Heiða María sagði...

Ég er komin, kom í dag.

Borgþór sagði...

Velkomin heim Heiða eða Heidy...

Varstu ekkert laminn út af hvalveiðum?

Hrefna sagði...

ég kannast við þetta. Hér í Danmörku getur enginn sagt nafið mitt. Ég hef verið kölluð hinum ýmsu nöfnum, t.d. Shafní, hafni, rrrrrr, og svo í partý, susan!
Ekki lagast það svo þegar ég segi þeim mitt fulla nafn: Hrefna Ástþórsdóttir!

Heiða María sagði...

Rrrr, mér líkar það nafn vel. Og nei, var merkilega lítið lamin. Át aftur á móti bæði kanínu og ostrur í fyrsta skipti þarna úti.

Asdis sagði...

*fliss* "Is that a name?"

Þegar ég bjó í Englandi fékk ég ýmsar útgáfur af nafninu mínu og ýmis gælunöfn. Meðal annars: Ash, Oush, Wash-dish, Ice, Ice-baby, Poppy, Holsten (bjórtegund!!) og að lokum hið sígilda Assdiss. Já, það er ekki tekið út með sældinni að heita íslensku nafni.

Heiða María sagði...

Wash-dish, ég hló upphátt :D