fimmtudagur, desember 14, 2006

Atferlisfræðingur

Sá frétt á Rúv áðan þar sem Cliff Dixon Atferlisfræðingur (tja.. prófæler eða?) var að tala um fórnarlömb morðingjans í Bretlandi...
mér þótti þetta mjög góðar lýsingar og mikar upplýsingar komu þarna fram auk þess sem það þurfti greinilega sérfræðing til að komast að þessu:

Þetta er beint orðað úr viðtalinu við Cliffy boy
"Þær eru mjög berskjölduð fórnarlömb, væntanlega meðal berskjölduðustu fórnarlamba samfélagsins því staðreyndin er sú að þær eru auðveld bráð. Það er auðvelt að nálgast konurnar vegna eðlis starfa þeirra þess vegna eru þær auðveld bráð"


p.s Kaldhæðni skilar sér illa á bloggi

1 ummæli:

Árni Gunnar sagði...

Já, ég er líka viss um að lærisveinar Gabríelu í candanum séu himinlifandi þegar þeir sjá atferlisgreiningardeildina í sjónvarpinu á mánudögum (criminal minds).

Lykillinn að góðri atferlisgreiningu virðist felast í því að vera snillingur í herbergi með 5-6 öðrum snillingum. Svo talar maður þangað til maður nær ekki að klára setningu, og þá gerir einhver hinna snillinganna það fyrir mann = atferlisgreining.

Ég verð alltaf meiri og meiri behavioristi eftir því sem ég horfi oftar á þáttinn.