föstudagur, desember 15, 2006

Starfræn segulómmyndun á Íslandi

Það er vel mögulegt að einhverjir lesendur þessa bloggs hafi áhuga á fundi um uppbyggingu á aðstöðu til starfrænnar segulómunar (fMRI) á Íslandi. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að mæta.

Fundurinn er í dag kl. 14 í fundarherbergi 532 á fimmtu hæð í aðalbyggingu HR, Ofanleiti 2.

3 ummæli:

Gunnar sagði...

það er naumast hvað það er mikill fyrirvari á þessari frétt :)

Árni Gunnar sagði...

Af hverju fór þessi frétt ekki í gegnum HI-nem?

Heiða María sagði...

Þetta var kannski ekki beint ætlað almenningi heldur þeim sem beinlínis vildu koma að því að setja upp þessa aðstöðu. Býst við að það sé ástæðan. En þetta var áhugavert, og nokkrar líkur á að þessu verði komið í gagnið.