föstudagur, desember 22, 2006

Sköpum smá umræður

Í tilefni af því að nú eru heilir tveir dagar til jóla, fannst mér góð hugmynd að fá smá umræður um jólahátíðina sjálfa.

Eins og allir vita, eru jólin upprunalega byggð á ljósahátíð þar sem fólk fagnaði endurkomu ljóssins. Rannsóknir hafa svo sýnt að Jesús Kr. Jósefsson fæddist líklegast ekki í desember, heldur í apríl. Með nútímajólabrjálæði, trúleysi og skorti á kirkjumætingu virðist grundvöllur þess að halda upp á fæðingu Jesú vera að hverfa og því spyr ég: Fyndist ykkur réttlætanlegt að hætta að halda upp á fæðingu Krists og taka í staðinn upp fögnuð yfir "endurkomu ljóssins"?

6 ummæli:

Heiða María sagði...

Það er nú ekki alveg rétt að Jesús fæddist í apríl, heldur vita menn bara ekkert um það. Það má náttúrulega finna áhugaverð svör um þessi mál á Vísindavefnum með því að fletta upp orðinu jól í leitarvél hans. Í svari Árna Björnssonar segir t.d.:

Þekktasta dæmið er vitaskuld jólin. Skammdegishátíð var víða til löngu fyrir Krists burð, meðal annars í Rómaveldi. Hvergi er hins vegar minnst á nákvæman fæðingardag Jesú í Biblíunni, ekki einu sinni árstíðina. Eftir að kristni var gerð að ríkistrú í Rómaveldi á 4. öld var smám saman farið að halda upp á fæðingu Jesú Krists á gömlum sólhvarfadegi, 25. desember. Þannig fór einnig um hin fornu norrænu jól sem sennilega hafa verið haldin við fyrsta fulla tungl eftir vetrarsólhvörf.

Varðandi upphaflega spurningu Lilju, þá já, af hverju ekki? Mig langar frekar að halda upp á að daginn sé að lengja allavega. Vil a.m.k. að kristnir einoki ekki jólin :)

Lilja sagði...

Nei, menn vita kannski ekki nákvæma dagsetningu fæðingu Jesú, en ég las einhvers staðar að miðað við að fjárhirðar ættu að vera í haga að gæta lamba, sem nota bene fæðast flest fyrri hluta árs, þá getur ekki staðist að Jesú fæddist svo seint á árinu. Ég verð þó að leita að þessu á netinu.

Lilja sagði...

Sko, ekki flókið.

http://www.funandgames.org/hunt/jesus.htm

Borgþór sagði...

mér finnst það ekki skipta neinu máli það er svo löngu orðið eitthvað annað sem fólk er að halda uppá... Þetta er hefð og skemmtileg áthátíð + drykkjusamkoma að maður má alls ekki missa af þessu... :)

Ég segi bara trúleysingjar, gyðingar, kristnir og hver sem er.. höldum upp á jólin og við fáum pakka, mikið að borða og bjór... knús

p.s ég missti af herjólfi til eyja í morgun

baldur sagði...

Smá ljóð eftir bárð bróður í tilefni af þessu. Það heitir jólin koma.

Ljósaperur allstaðar,
gular, rauðar, bláar, grænar,
blikkandi.
Greni hér og þar
með einhverju drasli.
Leiðinda músík
í útvarpinu
eins og reyndar alltaf.

En hvar er nú hann Jesús
vinur okkar?

Ekkert heyrt í honum lengi.

Æi, hann er svo mikill pabbastrákur.

baldur sagði...

Vel að merkja, Jólin eru löngu hætt að snúast um nokkuð trúarlegt fyrir þorra íslendinga og nýlega sá ég færð helvíti góð rök fyrir því að meira að segja þorri lútherskra presta er meir og minna trúlaus (þótt þeir gangist vitaskuld ekki við því sjálfir).

Sem sagt. Jólin eru í raun ekki annað en afsökun til að sukka. Éta of mikið, drekka of mikið, gera svo til ekki nokkurn skapaðan hlut af gagni o.s.frv. Ekki svo að skilja að mér þyki þetta ekki kærkomin hvíld frá hversdagsönnum. En þetta er ekkert annað en það. Þetta má heita hvað sem er fyrir mér. Spurningu lilju vildi ég því helst umorða og svara svo játandi. Spurningin á ekki að vera ættum við að taka upp ljósahátíð og hætta að halda upp á jólin? Hún ætti frekar að vera, fynnst ykkur í lagi að nú þegar snúist jólin ekkert um fæðingu krists?