Þessi kjallararottuvefur má ekki deyja þótt sumarið sé gengið í garð. Þess vegna ætla ég að skrifa eitthvað til málamynda.
Það er helst að frétta að fyrsti vinnudagurinn hjá Vísindavefnum var í dag. Það var bara ágætt, fyrir utan nokkra byrjunarörðugleika. Mér fannst ég voðalega bjargarlaus án allra bókanna minna hérna heima. Er að hugsa um að taka hrúgu af þeim með í vinnuna á morgun.
Önnur tíðindi er að ég mun líklega taka að mér kennslu í sálfræði í MH í haust. Þetta verður bara einn hópur, en telst samt sem áður 25% vinna sem bætist ofan á 100% vinnu á Vísindavefnum. Og ég sem hélt að lífið yrði bara afslöppun eftir að skóla lyki ;-)
Svo á Björn afmæli í dag. Hann er orðinn 29 ára, karlinn. Ég gaf honum föt og nördadót, hehe, samt svona spil sem ég hef gaman að líka. Okkur finnst rosa gaman að spila og eigum orðið alveg hrúgu. Fórum líka út að borða á Madonnu. Bara fínn staður, hef aldrei komið þangað áður.
Kvöldið verður svo endað með glápi á Desperate Housewifes og Lost. Báðir tveir eru frábærir þættir, ég mæli fastlega með þeim.
Haldiði svo áfram að skrifa, kæru rottur, þótt flestar ykkar séu komnar upp úr kjallaranum í bili.
1 ummæli:
Heyr, heyr, ekkert að vera að hætta að skrifa (og hneykslast) einungis vegna þess að sumarið er komið.
Skrifa ummæli