þriðjudagur, júlí 04, 2006

Nokkurn veginn búin að sigta út skóla

Örugglega

  • Massachusetts Institute of Technology

  • Stanford University (CA)

  • Harvard University (MA)


Mögulega

  • University of California–San Diego

  • University of California–Berkeley

  • University of California–Los Angeles

  • University of California–San Francisco

  • Carnegie Mellon University

  • University of Michigan–Ann Arbor


Þetta eru eiginlega allt skólar annað hvort í Massachusettes eða Kaliforníu. Svo er ég að hugsa um að skoða líka evrópska skóla.

----

Við þetta má bæta að ég á eftir að athuga nánar staðsetninguna á skólunum. Ég vil ekki vera einhvers staðar úti í rassgati.

10 ummæli:

Asdis sagði...

Ein vinkona mín vinnur í Stanford. Viltu fá email addressuna hennar til að nálgast "inside information" ?

Heiða María sagði...

Jamm, jamm, endilega :) Ég hef reyndar heyrt að Stanford sé einn af þessum úti-í-rassgati skólum ;)

Sigga sagði...

En svo er nottla svo cool að fara í Harvard :) hehehe Eru það ekki góð rök??

Heiða María sagði...

Það eru rök eins og hver önnur, hehe.

baldur sagði...

Er ekki Stanford í San Francisco? Það gæti nú alveg verið gaman að fara þangað.

Árni Gunnar sagði...

Er ekki meira kúl að fara einmitt í Stanford. Hann hefur allavega "mælst" með bestu sálfræðideildina undanfarin ár.

Annars er þetta algerlega ný tegund lúxusvandamáls sem þú glímir við. Að vera sennilega á leið í einhverja af 10 bestu sálfræðideildum í heiminum og vilja ekki vera úti í rassgati.

Til hamingju með það. Mér skilst að þú hafir unnið þér inn rétti til að glíma við þetta vandamál.

Heiða María sagði...

Ég hugsa þetta svona: Upphaflega hugsunin með því að fara til Bandaríkjanna var að komast inn í gott prógramm, svo ef ég kemst ekki inn í gott prógramm (sem er alveg möguleiki, þetta er allt voða random eitthvað) þá ætla ég bara að fara eitthvert annað.

Svo þetta með rassgat og ekki rassgat, þá er það aðallega vegna þess að Björn Leví, kærastinn minn, kemur ekki út fyrr en ári á eftir mér. Hann þyrfti helst að komast í sama skóla eða skóla sem er nálægur mínum, og þá má minn skóli náttúrulega ekki vera úti í rassgati :)

baldur sagði...

Er það þá ekki aðalega Björn sem ekki má fara í skóla útí rassgati? Ertu búin að spá e-ð í hvar þetta rassgat er? Svona í alvöru, ég er ekki að grínast. Ef þú ert að spá voða mikið í fjarlægð frá birni á meðan hann er ennþá hérlendis, þá er Stanford klárlega útí rassgati. En þetta er bara eitt ár af sex og þú ert með San Diego og Berkeley sem möguleika líka og fleiri skóla í kaliforníu. Ef þú ætlar að útiloka alla þá vegna þess að Björn verður á íslandi fyrsta árið eru, sýnist mér, ekki neima tveir eða þrír skólar eftir. (er ekki Michigan annars líka frekar vestarlega og hvar er þessi Carnegie Mellon háskóli?). Hefur Björn einhverjar hugmyndir um hvert hann vill fara í nám?

Heiða María sagði...

Ég held að þú sért að misskilja mig, eða ég þig. ÞEGAR Björn kemur út verðum við að geta búið saman. Þess vegna langar mig að velja mér skóla á miklu "skólasvæði", þ.e. þar sem eru margir háskólar. Og ég veit, það er erfitt, trúðu mér, ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér.

Björn ætlar í master, og ætli hann elti mig ekki bara.

baldur sagði...

Þetta er kannski farið að hljóma svoldið eins og það sé mér eitthvað hjartans mál að þú farir til Stanford. Það er ekki málið. Þú ræður þessu auðvitað. Ég held samt að við séum að skilja hvort annað. Ég held líka að ef Björn hefur þannig engin sérstök hugðarefni í þessum efnum, þá séu allir þeir skólar sem þú nefndir nokkuð vel staðsettir (nema hugsanlega University of Michigan–Ann Arbor og Carnegie Mellon University sem ég veit ekkert hvar er (NY?)), þar sem þeir eru allir í Boston eða í nágrenni LA. Ekkert nema góðir skólar þar. Finndu bara prógram sem þú telur að henti þér.