föstudagur, júlí 07, 2006

Frábærir dagar

Er í úti í sveit á Högnastöðum, Hrunamannahreppi. Þetta er þó það lítið afskekkt að hér er háhraðainternettenging sem ég nota til að vinna vinnuna mína hjá Vísindavefnum.

Ég er búin að hafa það frábærlega gott. Grill, frostpinnar, heitur pottur, bjór. Reiðtúr í gær, hesturinn ætlaði þó að reyna að henda mér af baki en tókst ekki. Ég er með rasssæri.

Í kvöld datt mér í hug að fara út að hjóla. Af því bara. Langt síðan ég hef farið út að hjóla af því bara. Það var æði. Ég hjólaði út um allar trissur og er með þessa yndislegu þægilegu þreytutilfinningu núna.

Kvöldið verður endað með baðbombubaði og þætti af Firefly. Í baðinu. Gott er að eiga fartölvu.

Engin ummæli: