miðvikudagur, september 05, 2007

Gullni lundinn

Er þetta ekki aðeins einum of? Fínt og frábært að hér sé kvikmyndahátíð en að kalla verðlaunin gullna lundan er nú eiginlega bara asnalegt. Alveg pínlega augljóst hvað þetta fólk er að reyna að apa eftir Gullna ljóninu í Feneyjum og Gyllta birninum í Berlín. Ég er viss um að The Golden Puffin á eftir að verða jafn eftirsóttur verðlaunagripur og hin dýrin!

2 ummæli:

Heida Maria sagði...

Gullni lundinn finnst mér nú bara hljóma andskoti vel. Annað mál hvort þetta eigi rétt á sér. En nafnið er töff.

Árni Gunnar sagði...

Þetta er skandall. Gullna kindin er nú þegar í notkun á Íslandi, verðlaunin sem tvíhöfði byrjaði með og Capone hefur tekið við. Þau verðlaun eru gefin fyrir yfirburði á sviði ömurleika.