fimmtudagur, desember 15, 2005

Apar standa sig stundum betur en börn í rökhugsun

Apar og börn (þriggja til fjögurra ára) horfðu á fólk nota verkfæri til að ná í gotterí ofan í kassa. Kassinn var annað hvort glær eða ógegnsær. Fólkið sem aparnir og börnin fylgdust með gerðu bæði hreyfingar sem skiptu máli til að ná í gottið og hreyfingar sem voru algjört aukaatriði. Til að ná í gottið í ógegnsæja kassanum hermdu bæði apar og börn eftir öllu sem fólkið gerði. Þegar kassinn var glær hermdu apar bara eftir því sem nauðsynlegt var að gera til að ná í gottið. Börnin hermdu aftur á móti enn eftir öllu, líka því sem skipti engu máli.

Sjá hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í guðanna bænum ekki segja frá þessum niðurstöðum við mömmurnar sem halda að börnin sín séu klárust í heiminum..Híhí..