þriðjudagur, desember 06, 2005

Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?

Krakkar, ég er enn eina ferðina komin í eitthvað dilemma um hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Viljið þið gera mér greiða og segja ykkar skoðun á hvað ég eigi að fara í og af hverju?

10 ummæli:

Asdis sagði...

Þetta er akkúrat eitthvað sem bara þú getur ákveðið.. því annars verður þú aldrei "fulfilled" ef þú ferð eftir því sem einhver annar segir þér að gera. Var þetta ekki sálfræðingslegt svar hjá mér?? ;-)

Lilja sagði...

Sammála seinasta ræðumanni. Er ekki bara málið að hugsa um hverju þú ert góð í og hvað þér finnst skemmtilegt og finna eitthvað á þeim sviðum?
Annars hef ég ekkert efni á að ráðleggja þér, þar sem ég stend í nákvæmlega sömu sporum.

Borgþór sagði...

Leikskólakennari

Heiða María sagði...

Oh, hvað þið eruð hjálpleg :-Þ sérstaklega Boggi, hehe.

baldur sagði...

Taktu strong-prófið.

Nafnlaus sagði...

Þú ert að gera þér upp vanda Heiða María. Þú ert með hæstu einkunn sem sést hefur í sálfræði, ótrúleg meðmæli, traustan grunn í raunvísindum og ert dugnaðarforkur. Þú kemst inn í hvaða skóla sem er. Þú ert ekki "retarded savant" sem getur illa þrifist utan Akedemíu. Þú getur tekið phd í gervigreind eða e-konar ergonomics og unnið í akedemíu eða í fyrirtæki. Þú getur tekið phd í neuroscience og unnið í akedemíu eða í lyfja- eða líftæknifyrirtækjum. Þú getur tekið MA í póstmódernískri kynjafræði og unnið með jafnréttisfulltrúa við að breyta karlorðum í kvenorð "ráðherra->ráðfrú".
Þetta eru allt frábærir valkostir sem flestir myndu óska sér að hafa. Sæktu um ólíkt nám, farðu í heimsókn og veldu það sem þér líst best á.
Annars er alltaf laust í kerrunum í Hagkaup.

Nafnlaus sagði...

Farðu í mastersnám í tölvunarfræði og hannaðu e-d gervigreindar-fyrirbæri :)

Heiða María sagði...

Já, djöfull fer þessi kvengerving orða í taugarnar á mér ;)

jhaukur (kjwise) sagði...

Vísindasagnfræðingur, wasted talent, eða random fallið á phd gráðu.

Heiða María sagði...

Held ég fari í random fallið bara á endanum. Var svo reyndar að komast að því að PhD í Bretlandi tekur oft ekki nema 3 ár. Hljómar freistandi.