fimmtudagur, september 22, 2005

Ég var klukkaður

1) Ég mölvaði í mér tennurnar þegar ég var þriggja ára við það að príla upp á stólbak í rúsínuleit

2) Ég batt um svipað leiti skyndilegan endi á ryksugun mömmu með því að klippa á snúruna. Skærin voru ekki með plasthlífum á handfanginu þannig lófinn á mér var þakinn einni stórri blöðru.

3) Ég trúði því þegar besti vinnur minn í æsku sagði mér að hann gæti fundið týnda hluti í huganum með því að loka augunum. Svo fóru að renna á mig tvær grímur þegar hann vildi ekki gera það eftir alltof langa leit. Ég bara skildi ekki afhverju hann vildi endilega fara erfiðu leiðina. Ekki fyrr en hann félst á að loka augunum og hluturinn blasti þá við beint fyrir framan okkur.

4) Ég hef hvergi notið meiri kvenhylli en á Raufarhöfn. Konur á öllu aldri.

5) Ég lenti í öðru sæti á Akureyramóti í skák þegar ég var 15 ára.

Ég klukka Helgu, Kjartani Smára, Siggu, Guðfinnu.

1 ummæli:

Vaka sagði...

Það er alltaf gott að vera elskaður jafn vel á Costa del Ríbenhaben ;)