Jæja, þá er ég líka farin að skrifa hér inná þessa síðu... Það verður samt að viðurkennast strax að ég er með þeim verri bloggurum sem ég veit um. Það vita þessir fimm sem kíkja ennþá reglulega á síðuna mína hehe. Jæja Baldur var svo elskulegur að klukka mig svo ætli það sé ekki best að sinna því...
1) Ég elska sápuóperur! Ég horfi á nágranna, glæstar vonir og einstaka sinnum á leiðarljós... í dag horfði ég t.d. á tregafullan skilnað Libby Kennedy við Ramsey street og sá Eric Forrester keyra í bræði á Deacon Sharp, mjög dramatískt allt saman... Hvað ætli gerist á morgun?
2) Þegar ég var lítil datt ég fram af klettum við fjöruna á Húsavík og ofan í stórgrýtta fjöru því mér og vinkonu minni fannst sniðugt að renna okkur í grasbrekku sem endaði við klettabrúnina... Smart one!!!
3) Pabbi minn er mikill skotveiðimaður og þegar ég varð tvítug gaf hann mér byssuleyfi og haglabyssu... Ég er meira að segja ekki svo slæm skytta eða var það allavega ekki síðast þegar ég hafði tíma til að skjóta á leirdúfur, áður en ég byrjaði í sálfræði sem sagt.
4) Ég er mjög myrkfælin og oftar en einu sinni íhugað að sofa með áðurnefnda haglabyssu við rúmið til öryggis... En það dugar ekki að skjóta vampírur og drauga "hmm" svo í staðinn sef ég með hvítlauk og viðarfleyg við rúmið... hehe
5) Ég hef nokkrum sinnum keppt í sing-star og hef aðeins tapað tvisvar en það var fyrir Einari í áramótapartýi og ég var of full til að vita hvenar ég átti að hætta... Annars hef ég alltaf unnið, það er þó ekki vegna einstakra sönghæfileika eða sviðsframkomu heldur vegna þess að ég vel mér rétta keppinauta:) Ég keppti til dæmis við Addó ritara á nýnemakvöldi Animu í fyrra og held að hann hafi fengið svona 30 stig hehe sem lét mig koma alveg einstaklega vel út...
Jæja, vonandi hefur þetta verið fræðandi en ég er sem sagt taugaveiklaður, sjónvarpssjúkur, vitleysingur sem nýtur þess að niðurlægja aðra til að fegra sjálfan sig:) geri aðrir betur!
Ég held að það sé búið að klukka alla svo ég ætla bara að klukka aftur þá sem hafa verið klukkaðir og eru ekki búnir að sinna því... Taki til sín þeir sem vilja Vaka
Kveðja ofan úr Breiðholtinu
Helga Felga
1 ummæli:
hehe, það er alveg spurnig hvort er meira ógnvekjandi vampírur eða V-gaurinn... hmm allavega takk fyrir kvöldið elsku djammrottur og góða nótt:)
kv Helga felga
Skrifa ummæli