fimmtudagur, september 22, 2005

Veit efnið af andanum?

Haustið 2005 verður efnt til fyrirlestraraðar um meðvitundina í Háskóla Íslands. Sérfræðingar á ólíkum sviðum munu nálgast viðfangsefnið út frá mismunandi fræðigreinum og kynna nýjustu hugmyndir sínar á aðgengilegan hátt í opnum fyrirlestrum. Frekari upplýsingar eru hér. Fyrsti fyrirlesturinn er 1. október kl. 14:00 í Lögbergi 101.

3 ummæli:

Andri Fannar sagði...

Mér finnst þessi titill svo kjánalegur (eða barnalegur öllu heldur) að mig langar ekki að fara lengur.
Mér finnst þetta eins og að hafa fyrirlestraröð um neuroscience og intentionality og kalla hana "vita taugafrumur af löngunum?"

Heiða María sagði...

Æi, hættu þessum stælum...

Andri Fannar sagði...

sá sem að titillinn er skrifaður eftir er líka prestur og sálgreinir, og er sami gaurinn og var með sálfræði kennsluna í verkefnisstjórnun, sem mig minnir að þú heiða maría hafir ekki verið hrifin af.
Viðurkenndu það, þetta er barnalegur titill.æ