föstudagur, janúar 05, 2007

Já, er það?

Jóna Björg Sætran, M.Ed. segir:
Maður einbeitir sér á ákveðinn hátt áður en ferlið hefst. Að því loknu tekur við slökun og efnið myndlesið án þess að horfa skýrt á það og augunum er beitt á ákveðinn hátt. Undirmeðvitundin er þannig notuð á meðvitaðan hátt.

Krakkar, þið þurfið bara að fara að verða meðvituð um undirmeðvitundina. Kannski ættu giftir piparsveinar að gera slíkt hið sama, sömuleiðis sofandi uppvakningar...
Undirmeðvitundin notuð á meðvitaðan hátt til lesturs í Fréttablaðinu.

2 ummæli:

baldur sagði...

Ég hef ákveðnar áhyggjur af því hvað allt er ákveðið í þessari lýsingu. Maður einbeitir sér á ákveðinn hátt. Síðan er augun beitt á ákveðinn hátt.
Og nú spyr ég kannski eins og fífl, en hvað kunnið þið margar aðferðir til að einbeita ykkur?

Þessi lýsing hljómar eins og eitthvað kukl, og mér fannst ekki traustvekjandi þegar hún hélt því fram að þetta væri leið til að kenna lesblindum að lesa. (eða misskildi ég hana?) Er þetta evidence based?

Vaka sagði...

"Til dæmis er farið yfir allan textann sem á að lesa í einu, en þó á mun skemmri tíma en með hefðbundnum lestri eða hraðlestri,"

Já ég skil núna afhverju thetta hentar lesblindum. Rökleidslan er einföld: ef thú átt erfitt med eitthvad (t.d. ad lesa ord) reyndu thá ad vinna mörg slík verkefni samtímis og á skemmri tíma en vanalega.