fimmtudagur, janúar 11, 2007

Fundarboð

Boðað er til fundar kl. 20 á Café Victor, þriðjudaginn 16. janúar. Markmiðið með fundinum er að ganga frá stofnun nýs félags um hug, heila og hátterni. Ræðið endilega í athugasemdum við þessa færslu.

5 ummæli:

Heiða María sagði...

P.S. Auðvitað geta þeir sem vilja mætt fyrr og fengið sér að borða á Victor.

Sigga sagði...

Ég er búin að lofa mér annað á þriðjudagskvöldið :( Ég kem ef ég get. Gestur ætlar allavega að koma og verður hann þá fulltrúi okkar á Grettunni.

Gunnar forvitni sagði...

Er hægt að komast að meiru um félagið einhversstaðar?

eða á maður kannski bara að mæta og komast þannig að einhverju um það :)

Heiða María sagði...

Pælingin er í rauninni að ræða nánar tilgang félagsins líka á þessum fundi. Svo þegar þetta er aðeins komið í gang er hugmyndin að boða til almennilegs og opinbers aðalfundar þar sem reglur félagsins verða formlega staðfestar og kosningar í helstu stöður verða haldnar.

Grundvallarhugmyndin á bak við þetta er að koma upp einhvers konar akademísku samfélagi í þessum greinum, safna saman fólki innan greina eins og sálfræði, hugspeki, líffræði, gervigreindarfræði o.s.frv. sem hyggst gera eða hefur nú þegar hug, heila og/eða hátterni sem viðfangsefni sitt. Takmarkið er að ýta undir samstarf, t.d. við rannsóknir, og að þetta fólk hafi einhvern vettvang og eitthvað fyrir það að hafa, einhverjar uppákomur, t.d. ráðstefnur o.s.frv. Einnig er í smíðum vefrit. Enn fremur er ætlunin að standa vörð um umfjöllun um hug, heila og hátterni út á við, t.d. í fjölmiðlum.

Orri sagði...

Ég reyni að mæta. Lýst mjög vel á svona samtök og vill taka þátt.