laugardagur, janúar 13, 2007

Fann fjandi góða tónlist

Hraun heitir hljómsveitin og ég rakst á hana á MySpace. Spila kokkteil af Nick Drake, Will Oldham og einhvers konar pönki. Reyndar ekki allt í sama laginu. Mæli með "Clementine".

Ég minni að lokum á fundinn á þriðjudag.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ.

Þeir spila alltaf jólatónleika og gefa diskinn sinn þar. Ég fór á þá í ár. Þú hefðir verið í essinu þínu þar. Hefðir passað eins og flís við rass.

Ég get gert afrit af jóladiskinum 2006 fyrir þig ef þú vilt nálgast hann.

Kveðja,
Heiða Dóra

Heiða Dóra

Heiða María sagði...

Takk fyrir það :-) Held þó að hægt sé að nálgast lögin á heimasíðu þeirra.