laugardagur, apríl 23, 2005

Vitlausa ég

Eftir miklar vangaveltur, tilraunir og mistök, hef ég komist að niðurstöðu um hvers vegna í ósköpunum ég næ mér ekki í karlmann. Ég er of heiðarleg!
Já, elskurnar mínar, ég, annáluð “speþial person” gerði enn eitt axarskaftið dag þegar ég lét strák í vinnunni vita af áhuga mínum með því að spyrja beint út hvort hann væri í sambandi (ég er að vísu búin að spjalla við hann nokkrum sinnum, og spjallaði við hann í smá stund áður en ég spurði að þessu, en samt...). Hann er reyndar ekki í vinnunni minni, heldur öryggisvörður, og er alveg rosalega flottur. Hann kom eins og riddarinn á hvíta hestinum í dag og bjargaði mér frá tveimur ótrúlega fullum mönnum sem komu í vinnuna í dag (það er nú einu sinni hans starf) og ég launaði það með þessum hætti (þ.e. þegar hann kom til mín á kassann 25 mínútum síðar). Og til þess að bæta á ástandið, þá sagði ég upphátt, þar sem hann heyrði líklega til mín (hann var bak við vegg að fylgja fullu köllunum út á meðan ég var hinum megin við vegginn), 20 mínútum áður en ég spurði um sambandsástand hans, að mér fyndist hann ótrúlega sætur. Ætlar þessi andsk*%$#& óheppni mín að segja eitthvað vitlaust í kolvitlausum aðstæðum aldrei að taka enda??
Það er sálfræðikenning sem segir til um að ef maður sé hræddur þá er maður þeim mun líklegri til þess að bjóða aðlaðandi manneskju út sem tók þátt í þessum aðstæðum með manni og ég er víst gangandi sönnun þessarar kenningar í dag. Æm só foking speþial!! Ég er að vísu búin að reyna að hætta þessu, og hélt að ég væri hætt þessu, en NEIIII, ég verð að gera þetta einu sinni enn!
Að vísu brosti hann bara og sagði að hann væri í sambandi (*fjúkk* yfir viðbrögðunum) en þegar ég var að segja fólki frá þessu á eftir þá leit það á mig eins og ég væri einhverf og hefði gaman af því að láta slá mér í vegginn. Ég fékk bæði “Vá, hvað þú ert frökk! Ég hefði aldrei þorað þessu!” (frá stelpu) og “Nei, nei, nei, svona gerir maður ekki!” (frá strák). Ég fékk líka “Þá veit hann bara hvar hann hefur þig!” (frá strák).
Ég veit að strákar fíla þetta ekki, að ef maður er svona heiðarlegur, snúa þeir sig úr hálsliðnum á meðan þeir eru að snúa sér við til þess að geta hlaupið í gegnum veggi til þess að forðast mann OG SAMT GERI ÉG ÞETTA!! Ég heyri næstum því viðbrögðin hjá öllum vinum mínum og held að ég lýsi mig sem formlegan hálfvita í samskiptum við karlmenn sem mér finnst sætir. Svo get ég ekki einu sinni þagað yfir þessum hálfvitagangi.
Það þarf ekki að skamma mig fyrir þetta, ég er nú þegar búin að skamma mig svo mikið fyrir þessa hegðun að það þarf enginn annar að gera það. Enda var ég orðin svo pirruð í lok dagsins að ég var farin að telja upp að tíu áður en ég rétti fólki klinkið sitt, bara vegna þess að það spurði um auka poka. Ég held meira að segja að ef einhver hefði ekki haft skírteini þegar ég spurði um það, þá hefði sá sami getað átt von á því að ég hefði öskrað á hann að drulla sér út.
Ég ætla ekki að tíunda hin skiptin sem ég hef gert þetta, en í öll skiptin hef ég endað með sárt ennið og móral sem Milosevich hefði skammast sín fyrir (þ.e. ef hann hefði samvisku).
Nú er ég að velta fyrir mér hvernig atferlisstefnan útskýrir þetta, því þetta er svo sannarlega EKKI styrkt hegðun. Þetta getur ekki verið slokknunartoppur þar sem ég geri þetta ekki oft, og þetta getur ekki heldur verið hegðunarleg stökkbreyting, þar sem ég geri mig vanalega að fífli á sama hátt (þ.e. of heiðarleg). Ég hef sem sagt lært tvennt í dag, annars vegar að láta af þessum ofheiðarleik mínu, og hins vegar að atferlisstefnan getur ekki útskýrt suma hegðun. Húrra fyrir mér, eða þannig!
Lilja - á leiðinni í rauðvínsflöskuna

50 ummæli:

afg sagði...

Já atferlisstefnan getur ekki skýrt ýmislegt.

Eins og um daginn, þegar ég áttaði mig á einu, og það tengdist ekki styrkingu eða neinu þannig sko. (Eins og Bandúra sannaði, þá getur maður hermt eftir öðrum sem eru að misþyrma bangsa án þess að vera styrktur fyrir það)

En, ég áttaði mig á þessu, ég fékk svona innsæi eins og aparnir hans Köhlers - ef maður þykist ekki hafa neinn áhuga og er bastardo from hell - þá ganga hlutirnir miklu betur.

Þetta er svona reverse psychology. Þannig ef þú ert hrifinn af gaur næst, og ég tala ekki um ef hann bjargar þér frá áfengissjúklingum í ríkinu, þá ættiru að sofa hjá öllum vinum hans en ekki honum, þá fyrst yrði hann hrifinn af þér.

binni-dissociative sagði...

Lilja mín þú ert bara í ruglinu. Þú ert ekki að fara rétt að málinu. Lestu bara rannsóknina í félagslegu þar sem kona gekk um campus og spurði
a) viltu koma á stefnumót?
b)viltu koma upp í herbergi að horfa á vídeo?
c) viltu sofa hjá mé?.
Hvað heldurðu að hafi virkað best?
40% sögðu já við a
75% við b
og 100% við c
Munurinn var marktækur við 0,01 mörkin. Ég veit ekki hvað er að klikka hjá þér! Þetta hlýtur bara að vera talent....you´re gifted :)

Vaka sagði...

Já kannski voru Thorndike, Watson, Skinner o.fl. bara fullir skíts
og þessi hegðunarlögmál eru bara fyrir einhverjar hvítar mýs, svanga ketti og börn sem eru hrædd við jólasveinaskegg.

Eða kannski er fólk eins og við (sem gerir ítrekað disfunctional hluti t.d. að lesa blogg þegar maður er í tveimur heimaprófum og sér fram á áskitu í báðum) bara alvarleg frávik.
Eins og Jón G. sagði einhvern tíma: "Ef þú hefðir verið einn af hundum Pavlovs stæðum við í miklum misskilningi um skilyrðingar."

...eða kannski erum við bara gangandi dæmi þess að besta forspá um hegðun er fyrri hegðun.
Bjartar stundir framundan ;)

binni-dissociative sagði...

já og fyrir utan það þá eru þessir öryggisverðir einTÓMIR pómóar. Komust ekki í lögguna og urðu því öryggisverðir á ego-trippi, flestir manískir og hinn helmingurinn of freðinn til vita hvað það er að vera manískur. Þú misstir ekki af neinu..... kannski svona 2 mínútum? :)
En þú ættir kannski að prófa sjálfstyrkingu í nýju formi......?! uhhh.... Bandura mundi örugglega mæla með því, ég vil sko meina það!
(og þessar 2 mínútur eru sko ekki vísbending um frammistöðu allra öryggisvarða á því sviðinu! Bara sko að taka það fram strax!) ;)

Lilja sagði...

Hehe, Andri minn, ég veit nú ekki hvort ég ætli að fara að sofa hjá öllum vinum hans, sem ég geri ráð fyrir að séu öryggisverðir líka (a.m.k. einhverjir af þeim) og karlmenn í öryggisbúning eru helvíti flottir. Ég hins vegar hugsa að ég prófi næst að vera kvikindi frá hell, þar sem ég hef tvö nýleg dæmi um að það virkar (Andri og Vaka taki það til sín). En ég er sem sagt búin að sofa úr mér þennan blessaða móral (og rauðvínið) og er komin á þá skoðun að ég þurfi að fara í gegnum massíva hegðunarmótun til þess að forðast framtíðarhegðun í þessum dúr. Spurning hvort þú, Vaka viljir ekki hafa yfirumsjón með kvikindisnámi, þar sem þú ert sérfræðingurinn. You're my hero! ;)
Og Binni, eins gott að þú bættir þessu um alhæfingargildi staðhæfingarinnar um öryggisverði, því ég var komin að því að kommenta (til þess að prófa kvikindisháttinn). :þ

Nafnlaus sagði...

já Lilja mér lýst vel á að þú farir í hegðunarmótun, hjá Andra og Vöku, til að ná þér í karl.....Það gengur nefninlega svo vel hjá þeim....hehe ;) sorry krakkar.... Frontalinn minn er hvort eð er dáinn þannig að ég gat enganveginn staðist mátið, don´t blame me.... blame it on the boogie (já og Álfinn......Það fífl):)

Vaka sagði...

Hey! Lágmark að skrifa nafnið sitt við svona skíta-comment! :Þ

Annars þarf maður ekki að ná í karl til "þess að forðast framtíðarhegðun í þessum dúr" eða nota kvikindisskap.
Ég get kennt þér óbrygðult ráð sem krefst ekki einu sinni atferlismótunar:
Hafðu Andra við hliðina á þér þegar þú reynir að hafa samskipti við karlmenn og ég get lofað þér að hann verður búin að púlla frontalinn áður en þú getur sagt fyrsta stafinn í símanúmerinu þínu!

Með þessari aðferð nærðu aldrei að segja nógu mörg orð til þess að spyrja hvort einhver sé á lausu :D

Eini gallinn er að smávægilegar aukaverkanir fylgja þessu, eins og að vakna ekki við hliðina á gullfallegum manni heldur ofan á óhreinatauginu hans Andra en trúðu mér það venst :)

Svo er ég ekki til í að taka við titlinum "kvikindi from hell" og ber í því samhengi fyrir mig pistil Heiðu Dóru "Væmni vikunar" -ég er dásamleg manneskja og bara 5 þrepum frá sjálfsbirtingu í þarmapíramídanum ;)

Heiða María sagði...

Vaka sagði: "Eini gallinn er að smávægilegar aukaverkanir fylgja þessu, eins og að vakna ekki við hliðina á gullfallegum manni..."

Já, þú týndir líka Andra á síðasta djammi :-Þ

afg sagði...

Hey!

Stælar, ég vil síður að vinkonur minar vakni á óhreinatauinu mínu. Ég vil heldur að það séu aðrar myndarlegar stúlkur - eða þá að ég vakni í hrísgjróna hlandi, einn, bitur og að græjurnar bili í miðju "heaven knows i'm miserable now".

jaðarmarktekt!

afg sagði...

Og hver var að segja að það gengi ekki vel hjá okkur vöku? Og þorar ekki einu sinni að skrifa undir nafni.

Ég ætla bara að láta vita að því að ég er búinn að breyta um markmið og skv nýja markmiðinu mínu þá gengur okkur Vöku helvíti vel.

Gamla markmiðið var að verða ástfanginn og hamingjusamur og hætta að drekka.
Ekkert af þessu hefur ræst, þannig þá breytir maður um markmið. Þetta veit ég því ég er að gera lokaverkefni mitt í markmiðssetningu.

Þannig, nýja markmiðið er að verða fullur, alls ekki hamingjusamur (því öllu nema sá hamingjusami leiðist hann) og hegða sér eins og bastardo hálfa vikuna en með samviskubit hin helminginn.

Það er málið fólk - þetta hefur gengið helvíti vel og ég veit ekki betur en að það hafi verið allt í gangi hjá okkur vöku þegar við vorum með þessa styrkingarskilmála!

jaðarmarktekt!

afg sagði...

Svo ætla ég að bæta því við að þið megið öll kúka á ykkur - og ég vona að álfurinn skeinir sér á nafnlausa fríkinu.

Ég er miklu ofar í pýramída maslows en þið og þið megið vera hepin að sofa í óhraunatauniu mínu.

Ég er líka alltaf í "peak experience" og hægri höndin mín kemur þar hvergi nálægt. (þeir sem þekkja mig, hugsið...hugsið...hugsið...marktekt!)

Heiða María sagði...

Þetta með fallega karlmanninn var hugsað sem skot á Vöku en ekki þig. Þú verður sjálfur að spyrja hana hvað ég meina með þessu ;-)

ZGS sagði...

Þessar samræður ykkar á milli minna helst á samræður milli unglinga í Harlem eða Chicago-south side....og þetta atferlismótunarbull og hegðunar-tal...ufffff....getur einhver útskýrt í skiljanlegu máli hvað er í gangi?

Naive móðir í Breiðholti

Vaka sagði...

Velkomin heim :)

ZGS sagði...

Merci mademoiselle Vaka

Heiða María sagði...

Hvar varstu?

ZGS sagði...

Je va í la France mademoiselle Heida Marie

Heiða sagði...

Lilja, vil ég bjarga þér frá ömurlegum ráðum Andra við að ná þér í karlmann. Ekki, ég endurtek EKKI sofa hjá öllum vinum gaursins sem þú ert hrifin af. Ég hef gert það. Það er ekki vænlegt til árangurs! -(reyndar ekki, en þú veist hvað ég meina). :)
Einnig leyfi ég mér að efast um að bastardóhegðun leiði til þess að hlutir gangi betur... ekki nema að maður sé að reyna að heilla 17 ára gelgjur (sem er reyndar markhópurinn minn:) og þá nægir að eiga flottan bíl og vera eldri (two out of three ain't bad). Vil ég þar að auki benda á að heiðarleiki á minna í því að ekki gekk að fá öryggisvörðinn til við sig... ég vil heldur meina að það tengist kærustueigum hans. En eins og amma mín sagði forðum: ,,Betra er að vita að gripurinn er gefinn, en efinn."
Andri: settu eitt markmið að lokum, þ.e. að vera antisocial, þá sleppuru líka við samviskubit hálfa vikuna. Ást og hamingja er eitthvað fyrir lukkulegar mæður í Breiðholtinu... svo ég tali nú ekki um að hætta að drekka. -Það er nú bara fyrir alka. :)
Binni: Góð ráð... og flottur að vitna í rannsóknir. Sannur sálfræðingur.
Og Vaka er ekki með gaur vegna
a) hún hefur smekk fyrir gaurum með pómó hárgreiðslur sem hafa ekki tíma fyrir stelpur því þeir eru að vanda sig of mikið við að skipta hárinu rétt,
b) það er enginn nógu góður,
c) hún vill ekki hafa einhvern leiðinda gaur hangandi í sér alla daga. Allavega ekki alltaf sama gaurinn, ;) eða
d) vegna þess að Andri hefur ekki hemil á ennisblaðinu og hrekur pómóana frá Vöku því honum leiðist að sofa einn í hrísgrjónahlandi.

Eins og sjá má kemur hössl-ófærni ekki til greina í mengi mögulegra staka yfir hugsanlegar ástæður makaleysi Vöku.

Over and out.

Dr. Heiða Dóra, alþýðusálfræðingur.

Lilja sagði...

Bwahahahahahahaha, snilld, Heiða Dóra!! Ég held að við tvær ættum bara að stofna Speþial-single-klúbbinn, venja komur okkar í menntaskóla landsins þar sem ég reyni kenna stelpunum hvernig megi fæla frá sér athygli með of-hreinskilni á meðan þú reynir við strákana. Svo segjum við orð eins og jaðarmarktekt eða hegðunarmótun í annarri hverri setningu til þess að fólk trúi að við höfum rétt fyrir okkur. Svo er víst alltaf best að ná þessum dónum á meðan þeir eru litlir og ala þá rétt upp ásamt því að víkka spönnina sína! ;o)
Lilja

afg sagði...

Dr. Heiða Dóra alþýðusálfræðingur hefur komið með ágætis ráð hér - en ef hún myndi skilja að styrkur væri ekki hringskýring, þá myndi hún eflaust átta sig örlítið betur á málunum.

1) "The bastardo thesis" er studd sterkum raunvísum gögnum.
2) Maður setur sér ekki markmið að vera pati - maður er annaðhvort pati eða ekki.
3) Heimspekileg gæludýr eru orsakir þess að það er hrísgrjónahland hjá mér. Ég hef ekkert á móti því að sofa einn, sérstaklega þegar þýðið er ekki þess virði að taka úrtak úr
4) Ef að markhópurinn er 17 ára, þá þarf varla að eiga flottan bíl. Það er nóg að segja e-ð verulega asnalega klisjukennt og þykjast klár - annars er ég ekki sérfræðingur í barnasálfræði, alþýðusálfræðingurinn veit allt um það.
5) Lilja, afhverju í ósköpunum villtu fá þá unga til að ala þá upp? Villtu fá gaura þar sem stærsta markmiðið í lífinu er að fá að vera úti lengur en til tólf, halda að eldamennska sé að panta pizzu án þess að horfa á matseðilin og hanga í miður viturlegum tölvuleikjum alla daga??? Hmmm, svarið hlýtur að vera nei. Þú átt að finna þér gaur sem kann að klæða sig í föt, finnst ekki fyndið að ropa, girðir sig, kann e-ð og veit e-ð og er jafnvel með e-n career.
Og nei, þú varst ekkert of hreinskilinn neitt. Öryggisvörðurinn var með kærestu - ef hann hefði ekki verið með henni - þá hefði e-ð verið í gangi í næsta kaffitíma!

Og að lokum, auðvitað stafar karlmannsleysi Vöku fyrst og fremst af því að hún gerir einhverjar kröfur (t.d að þeir séu komnir með bílpróf)

Lífshamingjan er á næsta leiti - hún heitir Tuborg og verður birt á laugardaginn.

afg sagði...

Ég vildi að sjálfsögðu meina STYRKIR en ekki styrkur.

Heiða sagði...

Lilja: Klúbburinn kemur því miður ekki til greina. Ég fer ekki inn í menntaskóla... því mér leiðist að hitta fyrrverandi :) Gæti það einnig leitt til deitfælni sem er einkar örkumlandi fóbía (sjá betur Vaka).
Andri: Ég þakka hösslráðin... en einhvernveginn held ég ekki að sömu trixin virki á markhópinn minn og skvísur sem þú ert að kenna. ;) ;) ;)

Heimspekileg gæludýr pissa ekki í hrísgjrón (það er fyrir neðan þeirra virðingu) sængurföt aftur á móti...

Og maður vill ekki unga til að ala þá upp... heldur vegna þess að þeir eru UNGIR og SÆTIR. Gamlir perrar fýla það, ber ég fyrir mig þróunarsálfræðina í þessum efnum.

Og hei, það er fyndið að ropa.

Heiða sagði...

Já, og eitt að lokum: Hegðunarmótun og jaðarmarktekt!

afg sagði...

1) Heimspekileg gæludýr gerðu hvortveggja. [Það er til bók eftir taugafræðinginn Damasio sem heitir "Looking for Spinoza: Emotions and the Brain". Þegar ég útskrifast mun ég skrifa bók "I Found Spinoza: Urine and negative emotions."]
2) Það þarf enginn hösltrix til að hösla yngri gaura - ef maður er 17 ára og sefur hjá stelpur sem er eldri en tvítug er maður kominn í guðatölu í vinahópnum. Þannig það þarf engin önnur trix á þann markhóp, nema kannski að vera BARNGÓÐUR.
3) Og Heiða Dóra, þú misskilur meira að segja þróunarsálfræði: Það eru karlar sem vilja yngri stelpur - stelpur eiga að vilja eldri karlmenn sem eru ríkir eða menntaðir (svo segir kenningin)
4) Helduru að klisjukenndar heimskar setningar virki á þær stelpur sem ég er að kenna?? Mér finnst þú gera heldur lítið úr þeim.

Millihópakvaðratssumma!!

Andri

Lilja sagði...

Svona þér að segja, Andri minn, þá held ég að ég sé öllu líklegri til þess að víkka spönnina mína upp á við heldur en niður á við, þar sem bólugrafnir unglingar heilla mig vanalega ekki. Hins vegar hef ég þann hæfileika að eltast við alla aðra en háskólastráka, þannig að mín tilgáta er sú að ef ég næ ungum menntaskólastrák og el hann upp, þá er hann líklegri til þess að
a) fara í háskóla
b) elda fyrir mig (þar sem ég kann það ekki sjálf)
c) klæða sig reglulega í jakkaföt og/eða einhvers konar einkennisbúning, mér til einskærrar ánægju
d) eignast góðan starfsferil
e) fara reglulega í ræktina
vegna þess að ég el hann upp með atferlisgreiningu og hegðunarmótun.
Et voila, eitt stykki draumaprins!
En auðvitað er alltaf sú hætta á því að ég væri kærð fyrir barnamisnotkun og litla sem enga siðferðiskennd.

Vaka sagði...

Æ Vá!

Heiða pedó og Andri orðasalat komiði nú upp úr kattahlandinu bæði tvö!

P.S. Muniði þegar maður var í 10 ára bekk hrynti þeim sem maður var skotin í.
-Bara pæling, veit ekki afhverju mér datt þetta í hug.

afg sagði...

Og vaka, þú ert bara sjálf tíu ára.

ZGS sagði...

Nohhhh.....enn athyglisvert....

Heiða sagði...

Sá vægir sem vitið hefur meira... þetta ætti hugsanlega um mig ef ég stæðist mátið að segja eftirfarandi: ,,Andri, þú ert kúkalabbi."

Eitt að lokum, sem einmitt kom sér vel þegar maður var í 7 ára bekk (í kaþólskum nunnuskóla) og einhver sem var skotinn í manni var með skæting:
"Twinkle twinkle little star, what you say is what you are."

Andri Fannar sagði...

Sá vægir sem skitið hefur meira.

Heiða sagði...

Tókstu út pistilinn minn með mótrökum?! Andri... æaerh'adansdælrcaer
jaræearkjdXXX!!! (Afhverju eru engin hauskúpu tákn á lyklaborðinu?) Foj.

Ég veit að þú aðhyllist kennisetningar The Bastardo Thesis, en djís.

Héðan í frá mun ég ekki nenna að spreða orðum í netrökræður við þig Fannar (sem er synd þar sem að ég hafði töluvert gaman af því) því þú ert gaurinn í grunnskóla sem var alltaf að svindla í leikjum og maður nennir sko ekki að spila við hann.

Tvöfaldur spegill.

Andri Fannar sagði...

búgú

Heiða sagði...

Mér bárust fregnir af því að pistileyðslan hafi fært Andra svo mikla gleði að hann sá sér ekki annað fært en að dansa af kæti. Ódæðið og dansinn náðist á webcam og má sjá á eftirfarandi slóð: http://www.big-boys.com/articles/numanuma.html

P.s.
Gaurinn á vídíóinu gerir svip sem Andri gerir oft. Þeir fá 10%aukingu á self-efficacy sem bera kennsl á hann.

Andri Fannar sagði...

Djöfull stóðstu lengi við orð þín.

Fáráður.

Heiða sagði...

Þetta var svo átakanleg reynsla (traumatic experience) að ég gerði heimildarmynd (documentary): http://www.digitalfilms.com/play.php?id=611663

ZGS sagði...

Hér sjáum við mjög mikilvægt lögmál að verki, refsing leiðir af sér refsing til baka, ofbeldi stigmagnast fljótt....Lögmál hegðunar birtast skýrt á skjá Kjallararotta eins og þegar um aðrar rottur ræðir.

Friðsöm móðir í Breiðholti

Heiða María sagði...

Ég hló ógeðslega mikið að þessum myndböndum Heiða Dóra. En hættið þessu nú leikskólakrakkarnir ykkar :-)

Lilja sagði...

Æi, vá, Andri og Heiða Dóra, viljið þið ekki bara fara í leðjuslag út í sandkassa? Ef þið ætlið að nota þennan vettvang til þess að rífast, nennið þið þá að gera það á einhverri síðu þar sem vinir ykkar og skólafélagar sjá það ekki, og halda þar af leiðandi að kjallararottur séu samsafn 10 ára barna? Ef þið viljið ekki gera það fyrir ykkur, gerið það þá fyrir okkur hin sem eru kannski ekki æst í að vita að heimspekileg gæludýr hafa migið í rúmið hans Andra og þar fram eftir götunum.

Andri Fannar sagði...

Snillingur Heiða Dóra!

Og þið hin - hættið þessu væli. Við erum rétt að rökræða málefnalega.

Djöfull hló ég mikið!

jaðarmarktekt!

Andri Fannar sagði...

Hmm Gabí, kannski er ég bara Sniffy? Kannski erum við öll bara Sniffy.

Þetta staðfestir það sem við atferlissinnarnir vitum (ég veit ekki hvort Heiða María mentalisti skilur svona, því það er ekkert cooognitive, eða representation) - að lögmál hegðunar eiga alls staðar við.

ZGS sagði...

Audda erum við bara sniffy og veröldin er audda bara stórt skinnerbúr. Þetta lærist smátt og smátt, margir sálfræðingar eru blindir fyrir styrkingarskilmálana því reglustýrð hegðun þeirra er styrkt svo svakalega af jafnblindu fólki sem stríðir við sama vanda. Og eins og einn kollegi minn sagði einu sinni, "er þetta þrjóska? hvað á að kalla það? líklegast bara heimska", hehehehe, dæmi hver fyrir sig. En einu sinni var ég algjör kommi, lífið kenndi mér síðan annað, þ.e. ég fór að sjá styrkingaskilmálana sem gilda í raun....svona fer fyrir fleiri, bíddu bara....

Andri Fannar sagði...

Það er líka kannski að fólk haldi (eins og til dæmis Chomsky) að lýsing á reglum sé hið sama og orsakaskýring - en það á enn eftir að skýra afhverju fólk fylgir þessum reglum - það er, regla getur ekki verið orsök þess að þú fylgir henni - það þarf að skýra styrkingarskilmálana sem orsaka það að fólk fylgi reglum.

Heiða sagði...

Já fólk, slappiði af. Þetta er bara grín.

Andri, ég er búin að búa til heimasíðu þar sem við getum rifist án þess að vinir og skólafélagar verði fyrir ónæði.

Fyrsta rökræðuefni: Dennett og Skinner.
Annað rökræðuefni: Hrísgrjónahland.
Þriðja rökræðuefni: Hvort að Fatlaðra satan sé íbyggin/nn og ef svo er, hvort hann/hún geti eitthvað í skák.

Lilja:
1. Hvað kemur leðja sandi við? -Það er engin leðja í sandkassa. Ekki heldur þegar rignir, bara blautur sandur.

2. ,,Ef þið ætlið að nota þennan vettvang til þess að rífast, nennið þið þá að gera það á einhverri síðu þar sem..." -Hvernig getum við notað þennan vettfang til að rífast ef að við ætlum að gera það á einhverri annari síðu?

Hmmmm...
Mar spyr sig.

En kannski er ég bara gamla bitra yfir því að vera að fá BA í sálfræði en ekki BS. Science á klárlega betur við. Og þó... 10 ára með BA gráðu. Ég er yngsti útskriftarneminn í sögu alheimsins. Get glaðst yfir því :)

Andri Fannar sagði...

Heyr Heyr!

Kannski að það sé þá í lagi að taka sumarpróf fyrst að ég er ekki nema tíu ára heldur.

En Heiða Dóra, það er eiginlega hálf asnalegt þegar við erum sammála um e-ð. Eigum við að fara að rífast aftur????

jeiijjjj!

Heiða sagði...

Já, en ef við ætlum að rífast á þessum vettvangi er eins gott að við gerum það á öðrum vettvangi.

P.s. Fannst engum öðrum (sem er 10 ára) jafn fyndið og mér að Vaka væri svört í heimildarmyndinni? Það mætti halda að ykkur fyndist ekki einu sinni fyndið að ropa.

:)

Andri Fannar sagði...

Heyrðu litli hvatvísi djöfull, hreinsaðu bara leðjuna í sandkassanum þínum (og nei það var ekki rigning, kötturinn þinn meig í hann).

Og farðu að lesa sjúrnúlina til að þú náir auknum þroska svo þú getur rifist við mig [ég verð 11 eftir nokkra daga]

Dorsolateral ventromedial prefrontal cortex!

Heiða sagði...

Þú hefur þá lagt á minnið nafnið á heilasvæðinu sem þú skaddaðist á um árið.

Þú ert klár skrákur. Jeu.

Andri Fannar sagði...

Aðeins farin að lykta eins og Aszit frá luxemborg...þú getur betur á þessum vettvangi ef þú ætlar að gera það á öðrum, litli hvatvísi djöfull.

Bling, Bling.

Andri Fannar sagði...

Ég var að uppgvöta eitt skelfilegt: Ég held að LHD hafi haft rétt fyrir sér (AÐ HLUTA) með styrkir.

Það er í raun ekki hægt að afsanna styrkingu ef menn gera functional greiningu (t.d ef umbun eykur ekki tíðni hegðunar er hún ekki styrkir)

Styrkir er kannski ekki hringskýring, hugtakið er e-ð sem menn gefa sér a priori, líkt og er gert í öðrum náttúruvísindum.

Meira um þetta síðar - eftir þessa uppgvötun er ég í of miklu uppnámi (trauma) til að geta skrifað (write) um þessi efni (topics)

Jaðarmarktekt (marginally significant)

Heiða sagði...

Ég vissi það!!! Ég er vanmetinn snillingur, það hef ég alltaf sagt. Andri, vertu velkominn á hærra vitundaplan. Wú wú.

P.s. Ég vona að þú þjáist ekki af painful brain syndrome, hugsanlega vegna malignant melanoma... en það eru auknar líkur á því í kjölfar sec. trauma. Til að geta skorið úr um þessi mál þarf ég að kíkja í journalinn.