föstudagur, apríl 22, 2005

Innflutningspartý sett á áætlun

Sælar, elskurnar.
Ég vildi bara láta vita af því að ég, annálaður heima-hjá-foreldrum-búi, er að fá íbúð í júní!! Já, elskurnar mínar, loksins, LOKSINS, get ég endurborgað mikla áfengisneyslu á kostnað annarra með því að halda grand innflutningspartý. Að vísu er ég ekki komin með nákvæma dagsetningu á flutninga, en þið vitið þá af því að ykkur (lesist, kjallararottum) er formlega boðið í innflutningspartý.
Við sjáumst seinna
Lilja, nánast einbúi

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Til lykke!

afg sagði...

Til hamingju með það Lilja :)

rottuknús!

Vaka sagði...

Til lukku esskan :D

Núna fer reyndar að nálgast þá hræðilegu stund að ég verði eina rottan sem aldrei hefur flutt að heiman -speþíal!

Hvernig var þetta með Siggu, átti hún ekki að verða rík og hýsa okkur Andra?